Úrval - 15.12.1980, Page 54
52 ÚRVAL
Þó að flestir menn fyrirlíti gammana eru þeir ómissandi
við hina miklu búsýslu náttúrunnar.
4
SORP-
HREINSARAR NÁTTÚRUNNAR
— Emily og Per Ola D'Aulaire —
illskunni — fólskunni. Fiðurlausir
hálsarnir, sem líkjast einna helst
slöngum, eru ekki beint traustvekj-
andi og dökkir, lafandi vængirnir eru
hreint og beint geigvænlegir.
Gammar geta ekki einu sinni gefið
frá sér einn einasta söngvinn hljóm.
Þeir hafa nefnilega ekki þau raddfæri
sem gera flestum fuglum kleift að
syngja á hljómfagran hátt. Gammar
geta aðeins gefið frá sér einskonar
hvæsandi, smjattandi hljóð sem er á
engan hátt geðfellt.
Engu að síður líta fuglafræðingar
öðruvísi á þetta mál. Þeir segja að
þessir stóru fuglar, sem gjarna mætti
nefna fljúgandi sorptunnur,
*
*
*
*
G
AMMAR. Margir tengja
sjálft orðið við eitthvað
fúlt og ógeðfellt. Það er
oft notað um þær
persónur sem nota aðra á
tillitslausan hátt, — gráðuga fanta
sem fylgjast nákvæmlega með bráð
sinni þangað til hentugt tækifæri
býðst. Og hinir fiðruðu gammar leiða
oft huga okkar að dauðanum og
blóðugum líkum.
Ef til vill er ástæðan sú að þessir
fuglar, sem á áhrifaríkan — en að
okkar áliti andstyggilegan — hátt
fjarlægja dýrahræ, minna okkur á að
við eigum sjálf að deyja. Ef til viil er
líka ástæðan sú að þeir líkjast sjálfri