Úrval - 15.12.1980, Síða 78
Steinarnir stukku úr vegi,
stiklað var kráarhlið,
lostinn var ljðri svipu,
lagstúfur blístraður við.
Hrundið var hlera frá glugga
og heilsað á komumann,
því inni beið eigandans dóttir,
eigandans unga dóttir,
eigandans dökkhærða dóttir
og greiddi sér hár fyrir hann.
Á hleri lá hestasveinninn,
hjartað í loga brann,
afbrýðiástin hafði
undireins vakið hann.
Úr örvænisblindum augum
skein eldur hatursbáls,
og því varð hann allur að eyrum,
, hlustnæmum hefndareyrum,
reistum ráðbanaeyrum,
er ræninginn tók til máls:
,,Kysstu mig koss til fylgdar,
kostur er mikils í nótt.
Ég færi þér fenginn að morgni,
en ef fast verður eftir mér sótt
daglangt um víða vegi,
vonastu eftir mér,
er tunglið hlær yfir heiði,
heim til þín yfir heiði,
þeysi ég heim yfir heiði,
hvað sem á vegi er. ’ ’