Úrval - 15.12.1980, Page 79
77
Svo hóf hann sig upp í hnakknum,
en hátt var í gluggann þann:
Einungis hárlokka hennar
hann á vörum sér fann.
En áfengur ilmur þeirra
sem eldi um blóð hans sló,
svo stríkkaði hann tauminn og stökkið.
Vestanvindur tók stökkið
hátt yfir hliðið tók stökkið
og hvarf út á myrkursins sjó.
II
Hann kom ekki að morgni né mætti
til móts, þó að liði á dag,
og mannlausa heimreið hillti
á heiði um sólarlag.
En áður en tunglinu tækist
að tendra sitt næturblys,
skotliðar skunduðu að kránni,
fóru í fylking að kránni,
heim að hljóðlátri kránni
hleyptu með ys og þys.
Við eigandann mæltu þeir ekki.
en öl hans teyguðu þeir,
kefluðu dóttur og drógu
til dvalarherbergis tveir.
Þar fjötruð í varðstöðu var hún,
á veginn til heiðar sá,
en innan við alla glugga,
krárinnar köldu glugga,
dimmu, draugslegu glugga
dauðinn á gægjum lá.