Úrval - 15.12.1980, Blaðsíða 80
78
ÚRVAL
Flissandi að fyndni sinni
þeir festu við stúlkunnar hlið
byssu, sem hlaðin hafði
á hjartað fastskorðað mið.
„Haltu nú vörð,” þeir hlógu,
en hún geymdi orð hans með sér:
,,Er tunglið hlær yfir heiði,
heim til þin yfír heiði,
þeysi ég heim yfir he/ði,
hvað sem á vegi er. ”
Hún reyndi að rýmka um bönd sín
við rúmmarann, þar sem hún stóð,
en ekkert hún upp úr því hafði
annað en svita og blóð.
Að árum varð ofvænistíminn,
ekkert rak eða gekk.
En loks þegar tólfta talið,
klukkan sló tólfta talið,
á miðnætti tólfta talið,
tak hún á gikknum fékk.
Hálf var áhyggjan úti,
athugul stóð hún vörð:
Fast lá hlaupið við hjarta,
hvell skyldi aðvörun gjörð!
Ekki kom heimskum til hugar,
að henni var ekkert að töf,
er kæmi hann yfír heiði,
í tunglskini heim yfir heiði,
er þeysti hann yflr heiði
með hennar brúðargjöf.