Úrval - 15.12.1980, Page 82
80
ÚRVAL
Til kráar á Vestanvindi
sem vitstola maður hann reið:
báluðu gneistar úr götu,
grjótið tættist af leið.
En stakkurinn rauði var strokinn
og stígvélin gljáandi hrein,
er þeir náðu honum á heiði,
skutu sem hund á heiði,
hæfðu í bakið á heiði,
— við hálsinn kniplingur skein.
Þeir segja, að enn þegar úti
yfir haustnóttin fer
og tunglið sem helskip í hafsnauð
hverfir í skýjum sér,
yfir haustrauða heiði
heim að gamalli krá
ræningi á Vestanvind:
þeysi á Vestanvindi,
á hestinum Vestanvindi
svo veginum logi á.
Steinarnir stökkva úr vegi,
stiklað er kráarhlið,
lostinn er Ijóri svipu,
lagstúfur blístraður við,
hlera er hrundið frá glugga
og heilsað á komumann,
því inni er eigandans dóttir,
eigandans unga dóttir,
eigandans dökkhærða dóttir
að greiða sér hár fyrir hann.