Úrval - 15.12.1980, Page 90
88
URVAL
um. Vasda hægði á sér þegar hún
kom inn í skuggann.
Lundurinn var nálægur, hljóður
eins og gröf; það heyrðist hvorki
skrjáf í laufi né tíst í fugli. Vasda hélt
varfærnislega áfram með beygðu
höfði, eins og hún fyndi á sér hættu
eða erfiðleika. Svo gaf hún frá sér
hræðsluhljóð og snarstansaði. Hver
einasti vöðvi hennar titraði. Fyrir
’l-'S '&Jd
'IV ';s| % i ff
i 1 í
framan þau, í skugga síðasta pálma-
trésins, vareitthvað dökkt.
Artaban steig af baki. I daufu skini
stjarnanna sá hann að þetta var
maður, einn hinna vesalings útlægu
Hebrea, en fjöldi þeirra bjó enn á
þessu svæði. Húð hans, þurr og gul
eins og bókfell, bar merki hinnar
banvænu hitasóttar sem herjaði á
votlendið á haustin. Mjó höndin var
dauðaköld og féll máttlaus niður
þegar henni var sleppt.
Artaban sneri sér undan og hann
fann til vorkunnsemi. Hann skildi
líkið eftir til þeirrar greftrunar sem
Magiarnir telja réttasta — jarðarfarar
eyðimerkurinnar, þar sem gleður og
gammar svífa á dökkum vængjum og
rándýrin læðast í burtu frá hvítri
beinahrúgu í sandinum.
En um leið og hann sneri sér undan
kom draugalegt andvarp frá
manninum og beinaberir fingur hans
gripu með krampakenndu taki um
klæðafald Magians.
Artaban rauk upp í fávíslegri reiði
vegna þessarar áleitni. Hvaða rétt
hafði þetta óþekkta mannflak til þess
að krefjast hjálpar hans? Þó hann
W.'V\