Úrval - 15.12.1980, Page 94

Úrval - 15.12.1980, Page 94
92 ÚRVAL var ró í andliti Artabans eins og hann væri að horfa á stjörnurnar. Hann hélt hermanninum kyrrum eitt andartak með augnaráði sínu en sagði síðan lágri röddu: ,,Ég er einn hérna og bíð þess að gefa þennan eðalstein þeim forsjála höfuðsmanni sem læturmigí friði.” Hann sýndi honum rúbíninn. sem glitraði í lófa hans, eins og stór blóð- dropi. Höfuðsmaðurinn undraðist fegurð steinsins. Sjáöldur hans stækkuðu af löngun, og hann rétti fram höndina til þess að taka við steininum. ,,Haldið áfram!” hrópaði hann til manna sinna, , ,hér er ekkert barn. ’ ’ Þegar vopnabrakið færðist niður eftir götunni sneri Artaban andliti sínu til austurs og bað: ,,Guð sannleikans, fyrirgefðu mér synd mína! Ég hef sagt ósatt til þess að bjarga lífi barns. Og nú eru tvær gjafa minna horfnar. Ég hef gefið það mönnum sem ætlað var Guði. Mun ég nokkurn tíma vera þess verður að líta ásjónu konungsins?” En konan, sem grét af gleði í skugganum á bak við hann, sagði blíðlega: „Drottinn blessi þig og varðveiti þig: Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur: Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefiþérfrið.” Vegur sorgarinnar Aftur varð þögn í Höll draumanna og ég fann að í djúpri og dularfullri þögninni liðu æviár Artabans mjög hratt. Hér og þar sá ég lífsfljót hans aðeins í svip skína í gegnum skugg- ana. Ég sá hann í fólksmergðinni í hinu þéttbýla Egyptalandi, þar sem hann leitaði hátt og lágt að fjölskyldunni sem komið hafði frá Betlehem — hann komst á slóðina undir háum mórberjatrjánum í Helíópólis og undir veggjum rómverska virkisins Nýju Babýlon við Níl. En slóðin var dauf og hvarf honum stöðugt eins og fótspor í hörðum sandinum á ár- , bakkanum, sem er skýrt eitt andartak en hverfur síðan. Ég sá hann aftur við pýramídana, minnismerki forgengilegrar frægðar og ódrepandi vonar mannsins. Hann horfðist í augu við samanhnipraðan Sfinxinn og reyndi að ráða í órætt bros hans. Var hann að hæðast að allri áreynslu og löngun — kaldhæð- inni gátu sem átti engin svör, eða leit sem aldrei endar? Eða var þarna vott- ur um hvatningu — loforð um að jafnvel sá sigraði ætti eftir að sigra, blindur hljóta sýn og hinn ráfandi að finna höfn? Ég sá hann aftur í ókunnu húsi í Alexandríu þar sem hann ræddi við hebreskan rabbía. Hinn helgi maður grúfði sig yfir bókfellsrollur og las upphátt spádóma sem sögðu fyrir um þjáningar hins fyrirheitnaMessíasar - sem mvndi hataður og útskúfaður af mönnu maður sorgarinnar. ,,Og mundu það, sonur minn,” sagði hann og horfði djúpum augum á Artaban, ,,konungurinn sem þú
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.