Úrval - 15.12.1980, Side 98
96
ÚRVAL
birtuna eins og tónlist í fjarska, þar
sem ómurinn heyrist en ekki orðaskil.
Varir gamla mannsins hreyfðust
eins og hann væri að svara og hún
heyrði hann segja á tungu Parþa:
,,Ekki er það svo, Drottinn minn. Því
hvenær fann ég þig hungraðan og gaf
þér að borða, eða þyrstan og gaf þér
að drekka? Og hvenær hitti ég þig
sjúkan eða f fangelsi og heimsótti
þig? I þrjátíu og þrjú ár hef ég leitað
þín, en ég hef aldrei séð andlit þitt,
né hef ég þjónað þér, konungur
minn.”
Hann þagnaði og röddin kom
aftur, mjög veik og fjarlæg. En nú
var eins og stúlkan skildi orðin
einnig.
, .Sannarlega segi ég yður, að það
sem þér gerið einum af mínum
minnstu bræðrum, það gerið þér
mér.”
Friðsæll ijómi undrunar og gleði
lýsti föla ásjónu Artabans eins og
fyrstu geislar dögunar. Síðasta fegins-
andvarpið leið hægt frá vörum hans.
Ferð hans var lokið. Dýrgripir hans
þegnir. Fjórði vitringurinn hafði
fundið konunginn. ★
Ekkert heldur fjölskyldunni eins vel saman og einn bíll í verslunar-
Hefurðu tekið eftir því að þcgar þú ert að raka þig og skerð þig óvart,
er stærð skrámunnar í réttu hlutfalli við mikilvægi samkomunnar sem
þú ert að raka þig fyrir.
Maður nokkur sem hafði verið giftur í nær 4ó ár sá þegar hann eitt
sinn kom heim úr vinnunni að konan hans var að pakka niður.
,,Hvað ertu að gera?” spurði hann undrandi.
,,Ég þoli þetta ekki lengur,” hrópaði hún.. ,,Ö11 þessi ár, full af
rökræðum, baráttu og pexi.”
Undrandi stóð hann þegjandi nokkur augnablik og fylgdist með
henni basla að dyrunum með pjönkur sínar. Svo þaut hann inn í
svefnhergið, þreif ferðatösku niður úr hillu, hljóp svo á eftir konu
sinni og hrópaði:
, .Bíddu aðeins. Ég þoli þetta ekki heldur, ég ætla með þér.
-S. H.
Skilti á Hraðbraut 101 í USA Washington: ,,Varúð — Engin
viðvörunarmerki.” — H. H.