Úrval - 15.12.1980, Side 108
106
ÚRVAL
FENEYJAR, BARN SÖGUNNAR
107
Þessi eyjaborg, gyllt af höllum og silfruð af vatm, er
lifandi listaverk.
FENEYJAR,
BARN SÖGUNNAR
vKvir'ícYJK IÐ fyrstu sýn virðist þetta
:j)' 'J) allt vera blekking gull-
0) \f sjr gerðarmannsins. 118
Ý l-Ý flatlendar, litlar eyjar,
vþvícvþvþvK' tengdar saman með
næstum 400 bogmynduðum brúm,
og sýki sem bugðast þvers og krus um
eyjarnar, 40 kílómetrar að lengd. Þetta
svæði er svo til bókstaflega hulið 120
gotneskum, renaissance og barokk
kirkjum, jafnmörgum kirkjuturnum,
64 nunnu- og munkaklaustrum og
óteljandi hellulögðum torgum.
Meðfram síkjunum eru yfir 400
hallir, sem skína eins og perlur. Auk
þess eru hinar frægu dúfur Feneyja og
jafnframt fjöldinn allur af köttum.
Þá bætum við ínn í myndina 2300
þröngum götum, en við þær búa
95000 Italir. Loks sjáum við fyrir
okkur síkin þar sem bátaflotinn iðar
líkt og mauraþúfa. Þarna eru allar
gerðir báta allt frá örsmáum bátum
upp í lúxus skemmtiferðaskip. En í
allri þessari iðandi umferð síkjanna er
eitt, aðeins eitt umferðarljós!
Þarna er draumastaður minn á
jörðu: Feneyjar — La Serenissma
(Staður friðarins). Þær rísa aðeins
rúman metra yfir sjávarmál, þær eru
samanþjappaðar á fjögurra
ferldlómetra svæði, en þær hafa að
geyma hið mest hrífandi safn fagurra
muna hér á jörð. Ef orðið
„rómantík” felurí sérímyndunarafl,
hetjuskap og dulúð, þá eru Feneyjar
óneitanlega einnig rómanrískasta
borgí heimi.