Úrval - 01.02.1982, Side 4
2
ÚRVAL
Þrír menn voru í veiðiferð. Bátur-
inn sökk í óvæntu óveðri en þeim
heppnaðist giftusamlega að synda að
eyðieyju og komast á land. Fyrstu
dagana gekk allt vel. En eftir viku var
einn þremenninganna, nautgripa-
ræktarbóndi, orðinn sárleiður. Hann
saknaði búgarðsins síns. Annar þeirra
þráði Manhattan þar sem hann var
leigubílstjóri. Þriðji maðurinn, kæru-
leysislegur náungi, var ánægður með
vistina og fannst staðurinn friðsamur.
Dag nokkurn er búgarðseigandinn
var að ráfa á ströndinni, ásamt
hinum, rakst hann á gamlan lampa.
Þegar hann þurrkaði af honum
óhreinindin stökk fram úr honum
dís.
,,Að launum fyrir að frelsa mig úr
prísundinni,” sagði hún, ,,má hver
ykkar óska sér einnar óskar.
,,Það veit sá sem allt veit að ég
vildi vera kominn á búgarðinn
minn,” sagði bóndinn.
HVISS, hann var horfinn.
,,Ég vildi svo sannarlega vera
farinn að keyra leigubílinn aftur,”
sagði leigubílstjórinn.
HVISS, hann var horfinn.
„Hvers óskar þú?” spurði dísin
þriðjamanninn.
Hann hikaði dálítið en sagði svo:
, .Eiginlega er ég dálítið einmana hér
eftir að strákarnir fóru. Ég vildi að
þeir væru komnir aftur.
HVISS. HVISS. Ogþarvoru þeir.
-J.K.
Veistu hvað er gert við opinbera
starfsmenn þegar þeir deyja? Það eru
búnar til úr þeim svefnpiliur.
Veistu hvað stendur á legsteini
opinbera starfsmannsins þegar hann
er dauður? Hér sefur hann áfram.
Veistu af hverju opinberir starfs-
menn horfa aldrei út um gluggann
fyrir hádegi? Til þess að þeir hafi eitt-
hvað að gera eftir hádegi. — S. H.