Úrval - 01.02.1982, Page 5
3
Engin von var urn björgun í þessu veðri, hugsaði
flugmaðurinn. Hversu lengi getum við haldið Ufi?
MANNRAUNIR
í
VÍTISBOTNI
— Patricia Skalka —
VEGGJA hreyfla Piper
'(!)■ Apache-vél hóf sig til
íjí flugs yfír Estes Park í
Colorado 23. desember
1979 og hækkaði flugið.
Við stjórnvölinn sat Barry Krieger, 41
árs gamall flugumsjónarmaður og
þrautreyndur flugmaður frá Long-
mont í Colorado. Með honum voru
dætur hans, Kathy 16 ára, Connie 15
ára og Claire 10 ára, og auk þess 68
ára gömul móðir Barrys, Virginia.
Þau voru á leið til Los Angeles þar
sem ætlunin var að dveljast hjá
frændfólki Barrys yfír jólin.
,,Hádegisverður í Las Vegas?”
spurði Barry glaðlega. Hann fékk
aðeins lágvær en þó jákvæð svör. Allir
reyndu að vera sem eðlilegastir. Barry
vissi það en það var samt ekki auð-
velt. Móðir telpnanna og eiginkona
Barrys í 19 ár hafði dáið aðeins 11
dögum áður, eftir ársveikindi.
Klukkan eitt ætlaði Barry að reyna
að hækka flugið til þess að komast
upp fyrir skýin sem huldu fjallstind-
ana í fjarska. Þegar hann var kominn í
12.500 feta hæð var loftið svo þunnt
að honum tókst ekki að hækka sig
meira. ,,Við verðum að snúa við og
fara aðra leið,” sagði hann. Um leið
og hann sveigði vélina til vinstri kom
óvænt niðurstreymi. Vindsveipurinn
kom yfír fjöllin með 130 til 160 kíló-
metra hraða og lamdi litlu vélina
niður á við. Barry barðist við að ná