Úrval - 01.02.1982, Síða 6
4
ÚRVAL
MANNRAUNIR í VÍTISBOTNl
5
stjórn á flugvélinni og fljúga henni
gegnum fjallaskarð. Það var eins og
jörðin kæmi þjótandi á móti þeim.
Apache-vélin skall niður á belginn,
hoppaði, þeyttist áfram og rann þar
til hún nam snögglega staðar.
Nokkur andartök sat Barry hálfrot-
aður. Glugginn fyrir framan hann var
brotinn. Hann hlaut að hafa rekið
höfúðið í rúðuna um leið og flugvélin
skall til jarðar. Að öðru leyti virtist
vélin vera óbrotin. Hann teygði sig
niður til þess að loka fyrir bensín-
leiðslurnar til að koma í veg fyrir
sprengingu. önnur leiðslan lokaðist
auðveldlega. Hinn lokann var ekki
hægt að hreyfa.
, ,Er allt í lagi með ykkur? ’ ’ spurði
Barry stúlkurnar. Þær kinkuðu kolli
til samþykkis. Barry sneri sér að
móður sinni sem hallaðist fram á við í
sætinu. ,,Connie, Kathy, hjálpið
ömmu ykkar,” skipaði hann.
Stúlkurnar ýttu ömmu sinni upp í
sætinu. Connie, sem hafði verið
hjúkrunarkonunni í gagnfræðaskól-
anum til aðstoðar, þreifaði á úlnlið og
hálsi frú Krieger. ,,Pabbi, ég finn
ekki púlsinn!” stamaði hún. „Amma
er dáin!” Með tár í augum breiddu
þær Connie og Kathy teppi yfir'
ömmu sína.
BARB.Y REYNDI AÐ hafa stjórn á
sér. Eg verð að vera rólegur telpnanna
vegna, hugsaði hann með sér. Hann
spurði hvort þær væru meiddar.
,,Mér finnst ég hafa tognað í úln-
liðnum,” kallaði Kathy. Connie fann
til í bakinu en hún sagði: „Þetta er
bara mar.” Það var allt í lagi með
Claire.
„Hvað um sjálfan þig?” spurði
Kathy föður sinn.
,,Það er eitthvað að bakinu á mér,
vina mín. Ég finn mikið til.” Svo
rann allt í einu upp fyrir honum hvers
kyns var: Eg get ekki hreyft fætuma.
Eg hef enga tilfinningu í fótunum.
Eg verð að vera rólegur, sagði hann
aftur við sjálfan sig. Þær þarfnast
mín.
Barry kveikti á senditækinu og
stillti á neyðarbylgjuna. Stöðugt
væluhljóð fyllti klefa vélarinnar.
, ,Þetta er neyðarsendirinn okkar sem
á að vera hægt að miða okkur út
eftir,” útskýrði Barry. ,,Hann fór
sjálfkrafa í gang þegar við skullum á
jörðina. Strax og einhver heyrir í
sendinum verður farið að leita að
okkur. Ég ætla líka að senda út SOS.
Einhver getur heyrt það.
, ,Finna þeir okkur, pabbi?” spurði
Claire veikum rómi.
„Auðvitað, elskan mín.” Hann
reyndi að tala af sannfæringu. „Við
skulum bara biðja guð um heiðskírt
veður,” sagði hann við stúlkurnar.
, ,Ef skyggnið er gott finna þeir okkur
ámorgun.”
Barry velti því þó fyrir sér hversu
lengi þau gætu staðist þennan hræði-
lega kulda. Það var 40 stiga frost og
vindhraðinn um 130 km á klukku-
stund. Þau máttu ekki einu sinni
kveikja á sígarettukveikjara vegna
þess að ekki hafði tekist að loka fyrir