Úrval - 01.02.1982, Síða 8

Úrval - 01.02.1982, Síða 8
6 ÚRVAL bensínleiðsluna. Hann lagði höfuðið á stjórnvölinn. ,,Pabbi er mikið meiddur,” hvíslaði Connie að Kathy. ,,Hann gæti meira að segja hafa fengið tauga- áfall.” Stúlkunum var ljóst að þær yrðu að hjálpast að nú þegar faðir þeirra var slasaður og Claire of lítil til þess að geta nokkuð hjálpað til. ,,Komdu Claire fyrir í aftursætinu og vefðu einhverju utan um hana,” sagði Kathy. ,,Ég skal sjá um sendi- tækið svolitla stund.” Hún sveipaði jakka um axlir föður síns og svo byrjaði hún að kalla út með lágri skýrriröddu: „Mayday, mayday.” Kuldinn varð stöðugt óbærilegri. ,,Við verðum að ná okkur í einhver föt úr farangursgeymslunni,” sagði Barry. Fötin sem þau höfðu tekið með sér til þess að nota í Kaliforníu voru heldur þunn en nógu mörg lög myndu þó bæta úr skák. ,,Ég skalfaraog náí fötin, pabbi,” sagði Kathy. Hún var aðeins í gallabuxum, peysu og kúrekastígvélum og komst við illan leik út á vænginn. Stormurinn kastaði henni upp að glugganum hægra megin við aftara farþegasætið og hann brotnaði. Hún fann til mikils sársauka og kuldinn var nístandi. Samt barðist hún um í snjónum sem náði henni upp í mitti og komst að farangursrýminu. Þar tók hún eitthvað af fötum úr ferða- töskunum og barðist með þau til baka. Þegar hún var komin inn í vélina reyndu þær Connie að loka brotna glugganum með hluta af fatnað- inum. Hitastigið inni í vélinni var orðið það sama og fyrir utan. Klukkan þrjú síðdegis gaf Kathy föður sínum aspirintöflur sem hún hafði fúndið í handtöskunni sinni. Þær dugðu skammt til þess að draga úr þjáningum hans. Hann bað Kathy að hjálpa sér að færa fæturna upp á farþegasætið. „Kannski það dragi eitthvað úr þrýstingnum á bakið.” Hann greip utan um sætispúðann og ýtti á um leið og hann reyndi að lyfta upp mjöðmunum en veinaði af sárs- auka. Hann féll aftur niður og tárin streymdu úr augunum. Andar- drátturinn kom í gusum. Þegar sólin settist fór að snjóa og snjórinn þyrlaðist allt í kringum þau. Kuldinn varð enn ægilegri. Það var komið grenjandi rok. Allra verst var þó að myrkrið jók á hræðsluna og þjáningarnar. Allt í einu æpti Claire: „Hlustið, ég heyrðií hundum. Já, og mannsrödd. Hann var að spyrja hvort einhver væri hér! ’ ’ Öll sátu þau hljóð. Þau heyrðu ekkert nema gnauðið í vindinum. Connie vafði handleggjunum utan um Claire. Guð, láttu þetta ekki vera ofskynjanir, hugsaði Connie. Þegar líkamshitinn fer að lækka hættir fólki við að fara að sjá ofsjónir. „Marnrna er að horfa á okkur. Ég veit það,” muldraði Claire. Connie átti fullt í fangi með að kæfa ekkann. Alla nóttina skiptust Barry og telpurnar á að spyrja hvort allt væri í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.