Úrval - 01.02.1982, Qupperneq 9
MANNRAUNIR ÍVÍTISBOTNI
7
lagi. Ef þau sofnuðu í þessum mikla
kulda var Barry hræddur um að þau
vöknuðu ekki aftur.
Undir morgun voru þau öll orðin
sársoltin. Connie fann kassa með
súkkulaði, hnetupæi og poka af
eplum og appelsínum en allt var
þetta frosið. Hálsinn á Kathy var svo
þurr að hún átti i erfiðleikum með að
koma niður nokkrum bita. Þá mundi
hún eftir kaffibrúsanum undir
sætinu. Hún skrúfaði lokið af og
ætlaði að hella í bolla. Kaffið var líka
frosið. ,,Við getum borðað snjó,”
sagði Connie. ,,Það læknar þorst-
ann.”
,,Nei,” sagði Barry. ,,Það verður
aðeins til þess að líkamshitinn lækkar
enn meira.”
„Pabbi, mér er svo kalt á fót-
unum,” kveinaði Claire.
, ,Farið allar úr skónum ag nuddið
fæturna hver á annarri,” sagði Barry.
,,Farið svo aftur í sokkana og reynið
að fara í eins mörg pör og þið getið. ’ ’
Ekki var nægilega mikið rúm
frammi í stjórnklefanum til þess að
stúlkurnar næðu niður og gætu
nuddað fæturna á Barry. Það eina
sem þær gátu gert var að draga
sokkana svolítið lengra upp á
ökklana.
Barry reyndi að horfa út í iðuna.
Það varengin von um björgun íþessu
veðri, hugsaði hann með sjálfúm sér.
Hversu lengi getum við haldið þetta
út?
KLUKKAN TVÖ SÍÐDEGIS
hringdi síminn I Boulder heima hjá
Earl Berger sem var yfirmaður opin-
beru flugneyðarþjónustunnar I
Colorado. Það var verið að hringja til
hans frá flugbjörgunarsveit flug-
hersins og gefa honum leyfi til þess að
hefja leit að vél Kriegers. Daginn
áður hafði frændfólk Barrys I
Kaliforníu látið vita að fólkið hefði
ekki komið fram á réttum tíma.
Neyðarsendirinn var þá þegar farinn
að senda og hafði heyrst í honum yfír
Norður-Colorado. Berger hringdi í
Henry ,,Sonny” Elgin, sjálfboðaliðs-
flugmann sem var á vakt á Denver-
flugvelli. Áður en við var litið var
Elgin kominn á loft og farinn að
heyra merkin frá neyðarsendinum en
gat ekki fundið hvaðan þau komu.
Rokið og slæmt skyggni neyddu Elgin
til þess að snúa aftur til Denver eftir
tveggja tíma leit.
I APACHE-VÉLINNI var Connie
farin að leita að uppáhaldsköflum
móður sinnar í nýju Biblíunni, jóla-
gjöf frá föður hennar. Svo fór hún að
lesa upphátt: „Treystið á drottin af
öllu hjarta yðar...”
Barry leið betur eftir að hafa heyrt
þessi orð og fór á nýjan leik að
hugleiða hvernig hann gæti bjargað
dætrum sínum. Viðgetum ekki treyst
á björgun í þessu veðri. Telpurnar
verða að reyna að komast til byggða af
eigin rammleik í leit að hjálp. Hann
gerði ráð fyrir að vélin hefði hrapað
um það bil 25 ldlómetra vestan við