Úrval - 01.02.1982, Blaðsíða 17

Úrval - 01.02.1982, Blaðsíða 17
SÍÐUSTU DAGAR MARY BALL 15 „Florence er eins og öryggisnet fyrir mig,” segir Mary. ,,Mér léttir við það eitt að heyra rödd hennar.” Florence virðist alltaf hafa tíma til þess að spjalla svolítið og fá sér kaffibolla eða nudda bak Mary. 2. janúar 1981 getur Mary ekki lengur haldið niðri morfíninu sem hún tekur inn. Hún þarf að fá nýja sprautu. Noreen Peccini, sem er í heimahjúkrun samtakanna, kennir Karli að gefa sprautu svo honum þurfi ekki að finnast hann bjargar- laus en það líkar honum verst. „Fyrir flmm árum hefði ég ekki einu sinni getað sýnt honum flösku með næringu til þess að gefa í æð,” segir Mary og brosir. , ,Nú gerir hann hvað sem er. ’ ’ 22. janúar 1981. Þjáningar Mary eru miklar og Lundberg eykur morfínskammtinn. Hún borðar nú minna og sefur meira en hún hefur gert. Hún er samt sem áður vakandi þegar drengirnir koma heim úr skól- anum. Karl yngri, sem alltaf hefur verið sjálfum sér nógur og svolítið einrænn eins og faðir hans, segir lítið þegar hann kemur inn til hennar til þess að líta á hana. Matt, fjörugur og félagslyndur eins og móðir hans, hoppar upp í rúmið til hennar og hjúfrar sig að henni. Karl yngri kemur enn heim með mjög góðar einkunnir og hann heldur áfram að spila fótbolta eftir skólatíma. Matt spyr Mary enn að því hvort hann megi koma með vini sína heim og hún minnir hann enn á að skipta um föt. „Við látum hverjum degi nægja sína þjáningu,” segir Karl. „Ég svara spurningum drengjanna og reyni að segja þeim hvern hlut á réttum tíma. Eg sagði Karli yngra að vel gæti verið að móðir hans þyrfti að fara á sjúkra- húsið og hann veit að að því getur ■ komið. Þaðnægir.” 28. janúar 1981 hringir Karl til Florence klukkan hálfsjö um kvöldið, skelfingu lostinn: Andlit Mary er út- blásið eins og fótbolti. Þegar Florence kemur klukkan sjö er Mary farin að kasta upp af eintómri skelfingu. Florence segir þeim að þetta sé ekkert lífshættulegt. Augu Mary fyllast tár- um þegar hún er orðin ein með Florence. , ,Ég er alveg að missa kjark- inn,” segir hún. „Stundum get ég ekki fengið af mér að segja Karli hversu mikið ég flnn til vegna þess að þá sleppir hann sér alveg — ekki svo að skilja að það sé slæmt að gráta — hann óskar þess bara að hann geti gert eitthvað meira fyrir mig.” Florence situr hjá henni lengi og talar rólega við hana. 29-janúar 1981 lítur Will Norton, læknir hjálparsamtakanna, inn til þess að kanna hvað valdi því að Mary hefur bólgnað svona í andliti. Hann tekur eftir því að hún er komin með legusár og útvegar henni sjúkrarúm með dýnu sem hægt er að blása upp að vild eða hleypa loftinu úr. Það er þægilegra fyrir hana að liggja á henni. Rúmið kemur næsta dag og Mary , ,líður helmingi betur’ ’. 10. febrúar 1981 vaknar Mary og þekkir sig ekki. Eitt augnablik þekkir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.