Úrval - 01.02.1982, Page 25
23
Þarftu að fd heybindivél? Lúðra fyrir skólahljómsveitina?
Eða kannski þyrlu ? Þetta er fátt eitt af því sem fylkis-
stofnanir geta fengið á vörusölunum hjá bandaríska
ríkinu. Tom Roller íIowa hefur komið reglu á hlutina.
„RUSLIД
FRÁ RÍKINU KEMUR
ALMENNINGI TIL GÓÐA
— Barry Hilenbrand —
*****
*
*
*
*
URÐULEGUSTU hlutir
svo að segja vella út úr
vörugeymslu Tom Roll-
ers í Des Moines: næst-
*****
um ónotaðir pitsu-ofnar, matarvagn-
ar, þjapparar, splunkunýjar skóflur,
flutningsvagnar, heybindivél, málm-
bræðslutæki, meira að segja trukkur
frásjóhernum.
Vinnusvæði Rollers á landareign
ríkismarkaðarins í Iowa er eins konar
minnisvarði um óstjórn skrifstofu-
báknsins. Ef gengið er um svæðið sér
maður fyrir sér alls kyns áætlanir sem
aldrei hafa orðið að raunveruleika og
best er að falli í gleymsku þótt þeim
hafi öllum verið ætlað að þjóna hags-
munum almennings. Þar má einnig
lesa sögu alls konar opinberra
stofnana sem risið hafa og fallið.
Roller vill hins vegar sjálfur líta á
þetta allt sem risavörusölu
bandarískra stjórnvalda sjálfra þar
sem ákveðið er með lögum að allar
umframeignir ríkisins skuli boðnar
ríkjum eða stofnunum í hinum
einstöku ríkjum fyrir svo að segja
ekkert áður en þessar eignir eru settar
á opinbert uppboð.
Roller er yfirmaður þeirrar deildar
fylkisstjórnarinnar í Iowa sem fjallar
um allar umfram- eða óþarfavörur
ríkisins og rekur þar vörugeymslu til
mikilla hagsbóta fyrir um 1700
stofnanir ríkisins, bæði einkaskóla og
almenna skóla, sjúkrahús, minjasöfn
— Stytt úr Time —