Úrval - 01.02.1982, Síða 26

Úrval - 01.02.1982, Síða 26
24 ÚRVAL og bókasöfn. Samkvæmt lögum er ekki heimilt að selja einstaklingum þær vörur sem þarna er um að ræða. Við fyrstu sýn gætu menn haldið að þeir væru komnir inn í birgða- geymslu land- eða sjóhersins vegna þess að vöruhúsið er yfirfullt af gas- grímupokum, skotgrafabúnaði og hermannajökkum. Roller hefur safnað þarna að sér nægum búnaði til þess að búa út nokkuð fjölmennan her í einhverju einræðisríkinu í Mið- Ameríku. Það eina sem hann vantar eru skotfæri. Mikil eftirspurn er eftir hermannahjálmum, andlitsgrímum, gasgrímum og einkennisbúningum, og eru það hinar og þessar betrunar- stofnanir í Iowa sem óska eftir þessum hlutum til þess að nota ef til þess kemur að bæla þurfi niður uppþot stofnununum. Roller hefur einnig séð „Ceder Rapids Air Force” fyrir búnaði. Hann hefur komist yflr fjórar UH-IB þyrlur til sjúkraflutninga í borginni. Tvær þeirra eru flugfærar en hinar tvær eru notaðar í varahluti. Á söluskrá er verðmæti þeirra talið vera 250 þúsund dollarar stykkið. Þær kostuðu Cedar Rapids aðeins 10 þúsund dollara. Þar við bætist svo að Roller hefúr útvegað 17 tveggja sæta þyrlur, sumar hverjar nær ónýtar. Fimm flug- hæfar vélar hafa risið upp úr rústum þessara 17 véla. ,,En,” segir Roller, ,,þegar fólk hugsar um allar umframvörurnar sem fylgja hernum er það aðeins örlítið brot af því sem ríkið sjálft leggur okkur til.” Hann geislar af ánægju þegar hann fer höndum um 125 metra rúllu af tölvupappír. „Þennan pappír má nota sem teiknipappír í skóla,” segir hann. Þarna eru heilir haugar af rauðum og appelsínulitum borðalmanökum, statífum undir nafnspjöld og skjalabökkum. „Einhver pantaði allt þetta til þess að hressa upp á umhverfið á einhverri ríkisskrifstofunni,” útskýrir Roller. „Nú á þetta dót eftir að lífga upp á tilveru skrifstofumanna á skrifstofum í Iowa.” í gegnum vöruhúsið liggur leið rennibekkja fyrir leirkerasmiði, hljóð- færa, vefstóla, plötuspilara, raka- mæla, tilraunaglasa, salt- og pipar- stauka, eyrnatappa og kartöflu- flysjara. Risastórir rennibekkir, kvarnir og annað álíka stendur þarna hlið við hlið. Margt af því sem þarna er kemur frá „Hellinum”, um 30 hektara neðanjarðargeymslu í nánd við Atchison í Kansas þar sem geymd hafa verið tæki sem nota átti við her- gagnaframleiðslu ef til styrjaldar kæmi. Roller og starfsbræður hans í öðrum ríkjum fara um staði á borð við Hellinn sem þekktir eru í kerfinu sem uppspretta alls konar dóts. Til þess að hin einstöku ríki fari ekki í hár saman út af þessu dóti útdeilir Washington hverju ríki upphæð sem það á rétt á að kaupa fyrir (hlutur Iowa er 3,2 milljónir dollara). Við þetta miðast svona nokkurn veginn hversu mikils virði vörurnar mega
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.