Úrval - 01.02.1982, Síða 27
,, R USLIÐ ’ ’ FRÁ RÍKINU . . .
25
vera sem keyptar eru árlega (engir
peningar eru þó notaðir í þessum við-
skiptum). Sumir hlutir, eins og til
dæmis vörur sem aldrei hafa verið
notaðar, eru skráðir á raunvirði.
Annað (svo sem farartæki og vélar) er
metið í samræmi við ástand sitt. Svo
getur líka verið að rusl, eins og til
dæmis járnbitar út byggingum sem
rifnar hafa verið, fari fyrir næstum
ekki neitt. Ríkin verða sjálf að greiða
fyrir flutninginn, geymslu og þann
kostnað sem fylgir afgreiðslu varanna.
,,Allt sem þarf til þess að breyta
rusli í söluvörur er svolítið hug-
myndaflug,” segir Roller. Þegar
hann er að leita að merkilegum
hlutu'?? fer hann í gegnum heilu
staflana af tölvuútskriftum frá vöru-
talningum sem gerðar hafa verið á
vegum ríkisins. Á þannig listum fann
hann til dæmis 135 fíniríis einkennis-
búninga sem verðir x Hvíta húsinu
höfðu fengið árið 1970 í stjórnartíð
Nixons forseta. Mikil eftirspurn varð
eftir þessum búningum og endirinn
varð sá að þeim var skipt milli Iowa,
Utah og Texas. Síðastliðið haust
birtist svo almenningi hlutur Iowa,
31 gulllagður búningur með svörtum
vínilhöttum, þegar skólahljómsveitin
í Meriden Cleghorn Community
School fór í skrúðgöngu um bæinn.
Margt af því sem Roller nær í fer
aldrei í vöruhúsið. Sextíu og fimm
nautgripir fóru til dæmis beint til
dýralæknaskólans við Iowaríkishá-
skólann, þar á meðal 27 Holsteingrip-