Úrval - 01.02.1982, Síða 30

Úrval - 01.02.1982, Síða 30
28 ÚRVAL yfxr fíngerða rykþræði eins og víravirki. Stytta af nakinni, hvítri konu stóð t ljósgeislanum. Ég varð svo hissa að það munaði minnstu að ég segði: „Fyrirgefðu.” Ég mátti til með að hlæja að sjálfum mér. Þetta var bara marmarastytta í eðlilegri stærð. Hún glóði, föl, köld og fögur, eins og tunglskin. Þetta var eftirtektarverðasta stytta sem ég hafði nokkru sinni séð. Nákvæmni hennar var furðuleg. Hárið, augnhárin, neglurnar á fingrunum, allt. Fæturnir voru lítið eitt aðskildir, líkaminn snerist um mjaðmirnar og höfúðið leit aftur yfir öxlina. Drættirnir í andliti hennar héldu mér föstum — þýddu þeir undrun, hrylling eða hrifningu? Á hvaða furðu horfði hún? Hver hafði gert hana? Hvernig hafði styjttan komist hingað? Hve langt var síðan? Spenningurinn olli dynjandi hjart- slætti og rauk upp í höfuðið eins og hlýtt og höfúgt vín. Ég var viss um að ég hafði gert einstaklega dýrmæta uppgötvun. Ég fór upp stigann, leyfði verkamönnunum að fara og flýtti mér yfir að tjaldi Tanners. ,,Þig hefur aldrei dreymt um styttu á borð við þessa,” sagði ég við Tanner. , ,Hún — hún er fögur! ’ ’ Það rumdi í Tanner og liann kastaði kíníntöflu upp í sig. Hann var stuttur og digur og þróttmikill. Stjórn Mexíkó sakaði hann um að smygla listaverkum út úr Yucatán; fyrir sömu sakir hafði hann orðið að fara frá Kambódíu. Svo góðir fornleifa- fræðingar voru ekki til í veröldinni að þeir kæmust nógu nærri honum til að snerta hann með tíu feta langri stöng. Ég var nýliði í leiknum. Mér féU ekkert sérlega vel við þennan mann en ég dáðist að faglegri þekkingu hans. Það virtist sem ég gæti lært um fjárhags- lega hlið fornleifafræði — laun erfiðisins — af Tanner. Klæddir regnkápum fórum við út x regnvota nóttina. Tanner leit rétt á styttuna og fékk svo krampaskjálfta. ,,G- guð, hún er stórkostleg, Miller! Hún er gömul, gömul, gömul. Þú hefúr ekki hugmynd um hve gömul, drengur minn. Hún er ekki grísk eða rómversk. Þeir gömlu meistarar gátu ekki gert svona lýsandi andlitsdrætti. D — drottinn, það má greina svitaholurnar í húðinni!” Andlit hennar hélt mér hugföngnum — þetta dularfulla augnatillit yfir öxlina. Hvað hafði hún séð? Ég hætti að horfa. „Myndhöggvarinn hlýtur að hafa notað gyðing fyrir módel,” sagði Tanner. „Hún er kannski frá tímum Gamla testamentisins. Hefurðu hugmynd um hvers virði hún er?” Græðgin skein út úr sóttheitum augunum. Ég hristi höfuðið og starði á hann. „Hún er virði þeirra þrjátíu ára sem ég hef eytt í þennan bisniss. Þetta er draumur þess sem leitar dýrgripa. Það eru þúsundir af þeim hér, Miller. Ég þekki rétta fólkið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.