Úrval - 01.02.1982, Qupperneq 33
HÚN FÉLL í ÞJÓFAHENDUR
Skuggamynd Tanners birtist aftan
við arabann og ég sá hægri handlegg
hans sveiflast upp. Skrúflykill lamdist
í höfuð mannsins og véibyssan
þmmaði bang, bang út í loftið á leið
sinni niður í drulluna. ,,Tanner! Þitt
brjálaða fífl! Við hefðum getað
mútað honum!”
Tanner losaði arabann við vélbyss-
una. Svo sagði hann: „Draslaðu
honum inn í mnnana. Flýttu þér! ’ ’
„Tanner, hann er illa meiddur eða
dauður. Við getum ekki skilið hann
eftirhérna....”
Vélbyssunni var potað, kuldalega
og skjálfandi, undir höku mína.
Þegar ég leit upp miðaði Tanner á
brjóst mitt.
„Komdu honum inn í mnnana;
aktu svo,” sagði Tanner. Þarna kom
ekkert ef til greina, ekki heldur nei —
ekki meðan byssunni var miðað á
mig.
Ég var hræddur — með magapínu
af hræðslu. Bang, bang, bang, sem
ég heyrði frá byssunni áður, klingdi
enn í eyrum mínum. Þessi högg
myndu plægja í gegnum mig eins og
stoppunál í gegnum mjúkt smjör. Ég
faldi skrokkinn og ók.
Það stytti aldrei upp. Rigningin
virtist hylja þetta næturland eins og
syndaflóðið á dögum Nóa.
Tanner reiknaði út að við væmm
komnir það langt í suður að við
gætum farið yfir gaddavírshindr-
anirnar sem skildu Jórdan og Israel.
Hann sagði: „Beygðu fyrsta veg til
vesturs.” En vegurinn lá
31
beint að varðstöð landamæravarða.
Lögreglumaður kom út um dyrnar.
Tanner sveiflaði upp vélbyssunni. Ég
greip óttasleginn um hlaupið.
„Ekki, það er full varðstöð af
þeim. Þeir skera okkur í tætlur. ’ ’
Tanner slakaði á og dæsti þung-
lega. „Ég hafði það,” tautaði
hann. „Ég hafði sönnun fyrir tilvist
að minnsta kosti eins manns sem náð
hefúr árangri í þessari heimsku,
voluðu veröld. Ognú . . .”
I fylgd með lögreglumanninum var
vörður sem bar gamlan Lebel-riffil.
Hann kom upp að hlið minni.
„Á hvaða leið emð þið?” spurði
lögreglumaðurinn.
„Við emm amerískir fornleifa-
fræðingar. Við viljum komast yfrr til
Beersheba.”
„Hvaða flutning hafið þið til
ísrael?”
„Ekkert.”
Hann sneri sér lítið eitt. „Beindu
rifflinum að höfði hans meðan ég
rannsaka bílinn,” sagði hann við
vörðinn.
Ég horfði skilningslaus á riffilinn á
meðan heimurinn tók á sig rétta
mynd fyrir mér. Það vom ekki bara
vandræðin í sambandi við að reyna að
smygla styttu út úr landinu; það
gæti allt eins verið morð sem myndi
þýða aftöku fyrir aftökusveit, vopn-
aðri byssum.
Ég sneri mér og horfði á Tanner.
Hann skalf. „Ég á hana,” sagði hann
hás. „Þeir geta ekki tekið hana. Ég