Úrval - 01.02.1982, Qupperneq 34
32
ÚRVAL
vil heldur deyja en láta hana af
hendi!”
Arabíski lögreglumaðurinn kom
aftur. ,,Allt í lagi,” sagðihann. „Þið
megið fara.”
Ég starði. Síðan sagði ég. ,,Takk
fyrir.”
Ég steig á bensínið og við fórum
drynjandi inn í myrkur einskismanns-
landsins sem beið okkar. Ég skildi
þetta ekki. Arabíski lögreglu-
maðurinn hafði gáð aftan á pallinn.
Af hverju hafði hann ekki séð
styttuna? Af hverju vorum við ekki
handteknir sem smyglarar?
Svo vomm við komnir að
gaddavírsgirðingu í ísrael og
hermenn komu út til að tala við
okkur. Ég stöðvaði bílinn og
lögreglumaður leit inn um bíl-
gluggann. ,,Við þurfum að rannsaka
bílinn,” sagði hann.
Tanner var þegar kominn út. Ég
fór líka út. Tanner og ég losuðum
lokuna að aftan og létum hana falla.
Við störðum á rennvotan flutninga-
pallinn. Vatnið fossaði aftur af
honum eins og lítil útgáfa af Niagara-
fossunum.
Það var það eina sem þar var —
vatnið sem rann aftur af honum.
Ekkertannað. -
„Stolið!” Tanner öskraði.
„Almáttugur, þeir hafa stolið
henni!”
,,Nei!” Ég þreif í handlegg hans.
,,Þeir höfðu ekki tíma til þess. Við
hefðum heyrt í þeim. Arabíski
lögregluþjónninn var þar aðeins
nokkrar sekúndur. Hann gæti ekki
hafa tekið hana af einn. Hún er of
þung.”
,,Hvar þá?” emjaði Tanner.
,,Hvert er hún farin? Guð
almáttugur! Hún hefur leyst upp!
Rigningin! Ófétis rigningin!”
Hann sneri sér frá bílpallinum og
hóf að hlæja tröllslega og skrykkjótt,
eins og geðsjúklingur. Hann settist í
drulluna og öskraði af hlátri þar til
hann var nærri kafnaður, svo fór
hann að hiksta og snökta
smáflissandi.
Lögreglumaðurinn og ég skildum
Tanner eftir í umsjá læknis. Við
gengum saman út og fengum okkur
reyk. Regnið hafði rénað og var orðið
að þokukenndum úða. Ég hafði
ekkert að segja. Mig langaði að vita
eitt. Hvað hafði orðið um hana?
Læknirinn kom út og þáði sígarettu
af lögreglumanninum.
,,Ég gaf honum sprautu til að róa'
hann,” sagði hann. Svo leit hann á
mig og sagði um leið og hann benti á
sjúkraskýlið. „Trúarofstækismaður,
ha?”
,,Hver? Tanner? Nei. Af hverju?”
,,Vegna þess að hann heldur áfram
að röfla um konu Lots,” sagði
læknirinn. ,,Um það hvernig hún ieit
við til að sjá eyðileggingu Sódómu og
Gómorru, jafnvel þótt Guð hefði
varað hana við að gera það. Og þá
breyttist hún í saltstólpa. ’ ’
★