Úrval - 01.02.1982, Qupperneq 46
44
ÚRVAL
leituðu í nágrenninu en hvergi var
Öskar að fínna.
Slxkur heimskautasnillingur gat alls
ekki hafa villst í hríðinni. Mér er næst
að halda að hann hafí fundið á sér að
hans tími væri kominn. Gamli
konungurinn hafí haldið virðingu
sinni í lífinu og nú vildi hann fá að
deyja jafntignarlega, grafínn í snjó í
landinu sem hann elskaði. ★
Ferðalangur, sem gisti á fínu hóteli, var eftir vikudvöl orðinn
dauðleiður á að gefa dyravörðum, lyftudrengjum, sendisveinum,
fatageymsludömum og alls konar fólki þjórfé. Kvöld nokkurt var
bankað og sagt:
„Sendiboði, herraminn, með símskeyti. ”
Nú hugsaði maðurinn sér að snúa á kerfíð, svo hann sagði:
, ,Renndu því undir hurðina. ’ ’
,, Ég get það ekki, herra minn. ”
,,Hvers vegna ekki?” spurði gesturinn.
,, Af því að það er á bakka. ’ ’
-J.V.
Svona langt komast hin ýmsu farartæki á einum lítra af eldsneyti:
Skellinaðra (50 cc), 51,01 km.
Harley-Davidson (1200 cc mótorhjól) 21,25 km.
Volkswagen Rabbit dísil 17,85 km.
Ford, A-model, 10,63 km.
Piper Cherokee (léttbyggð flugvél) 6,38 km (miðað við 231,7 km
hraða á klst.).
Maserati Quattroporte (bíll) 3,4 km.
GMC Astro (dráttarbíll) 2,3 km.
GM (dísileimreið) 557,9 metra (við 11,63 km hraða á klst. með 40
til 50 fullhlaðna járnbrautarvagna).
Boeing 747 (júmbóþota) 256 m (með 385 farþega í 39-000 feta
hæð).
Risaolíuskip (supertanker) 9,46 m (miðað við 27,35 km hraða á
klst. — 17 mílna hraða — þarf skip af þessu tagi 155,2 lítra af
eldsneyti til að komast lengd sína).
Saturnus V (geimflaug) 25,4 cm eða endalaust (þótt Saturnus
géimflaugarnar þurfí óhemju eldsneyti í upphafí ferðar nota þær
ekkert eldsneyti þegar komið er út úr aðdráttarsviði jarðar).
— Úr Everybody’s Business