Úrval - 01.02.1982, Page 49

Úrval - 01.02.1982, Page 49
47 þrjátíu og fjögur prósent þeirra sem fæddu á fæðingarstofnunum. Færri konur voru skildar eftir einar meðan á hríðum stóð í heimahúsum en á stofnunum. Sjötíu og sex prósent feðra voru viðstaddir fæðingarnar í heimahúsum en aðeins þrjátíu prósent á stofnunum. Eftir fæðingu fékk móðirin barnið í fangið í fímmtíu og níu prósentum tilfella í heimahúsum en aðeins þrjátíu og fimm prósentum á stofnunum. Eftir fæðingu sváfu börnin yfirleitt betur og samfelldar yfir nóttina heldur en hjá þeim sem fætt höfðu á stofnunum og er þá miðað við eðli- legan heimkomutíma af stofnuninni. Fleiri heimafædd börn nutu brjósta- mjólkur og lengur heldur en þau sem fædd voru á stofnunum. (Úrval vill bæta því við að íslenskir lesendur skyldu varast að telja þessar bresku niðurstöður eiga alfarið við það sem gerist á íslandi. Leiða má líkur að því að mismunur milli heimafæðinga og stofnana- fæðinga sé að verulegu leyti kominn undir umönnun á báðum stöðum og óhætt er að fullyrða að umönnun á íslenskum fæðingarstofnunum er með því allra besta sem gerist á byggðu bóli.) Úr Pulse Lítill drengur kom morgun einn í leikskólann með miða sem nældur var á peysuna hans. Þar sem fóstran áleit að þetta væru áríðandi skilaboð tók hún miðann strax af honum og las en fór að hlæja því á miðanum stóð: ,,Terry var leiður í morgun af því að systir hans þurfti að fara með miða nældan á peysuna sína þegar hún fór í skólann — þetta er miði Terrys og nú er hann ánægður. ’ ’ — D.H. Edward R. Murrow man alltaf kveðjuna sem hann fékk frá Edgar frænda sínum þegar hann heimsótti æskustöðvarnar í Norður- Karólínu eftir að hafa verið um árabil að heiman: ,,Ed, ef þú hefðir verið hérna í hvert skipti sem ég hef hugsað til þín værirðu ekki eins ókunnugur og þú ert. ” — A.K. Faðir minn, alinn upp í Mið-Vesturríkjunum, spurði fiskimann í Maine af hverju mávar væru ekki notaðir til manneldis. ,,Það er nú það,” svaraði maðurinn, ,,ef þú settir múrstein og máv saman inn í steikarofn eru mestar líkur á að múrsteinninn yrði fyrr mjúkur — og að öllum líkindum bragðbetri. — L.S.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.