Úrval - 01.02.1982, Page 49
47
þrjátíu og fjögur prósent þeirra sem
fæddu á fæðingarstofnunum.
Færri konur voru skildar eftir einar
meðan á hríðum stóð í heimahúsum
en á stofnunum. Sjötíu og sex prósent
feðra voru viðstaddir fæðingarnar í
heimahúsum en aðeins þrjátíu
prósent á stofnunum. Eftir fæðingu
fékk móðirin barnið í fangið í
fímmtíu og níu prósentum tilfella í
heimahúsum en aðeins þrjátíu og
fimm prósentum á stofnunum. Eftir
fæðingu sváfu börnin yfirleitt betur
og samfelldar yfir nóttina heldur en
hjá þeim sem fætt höfðu á
stofnunum og er þá miðað við eðli-
legan heimkomutíma af stofnuninni.
Fleiri heimafædd börn nutu brjósta-
mjólkur og lengur heldur en þau sem
fædd voru á stofnunum.
(Úrval vill bæta því við að íslenskir
lesendur skyldu varast að
telja þessar bresku niðurstöður eiga
alfarið við það sem gerist á íslandi.
Leiða má líkur að því að mismunur
milli heimafæðinga og stofnana-
fæðinga sé að verulegu leyti kominn
undir umönnun á báðum stöðum og
óhætt er að fullyrða að umönnun á
íslenskum fæðingarstofnunum er
með því allra besta sem gerist á
byggðu bóli.) Úr Pulse
Lítill drengur kom morgun einn í leikskólann með miða sem nældur
var á peysuna hans. Þar sem fóstran áleit að þetta væru áríðandi
skilaboð tók hún miðann strax af honum og las en fór að hlæja því á
miðanum stóð: ,,Terry var leiður í morgun af því að systir hans þurfti
að fara með miða nældan á peysuna sína þegar hún fór í skólann —
þetta er miði Terrys og nú er hann ánægður. ’ ’
— D.H.
Edward R. Murrow man alltaf kveðjuna sem hann fékk frá Edgar
frænda sínum þegar hann heimsótti æskustöðvarnar í Norður-
Karólínu eftir að hafa verið um árabil að heiman: ,,Ed, ef þú hefðir
verið hérna í hvert skipti sem ég hef hugsað til þín værirðu ekki eins
ókunnugur og þú ert. ”
— A.K.
Faðir minn, alinn upp í Mið-Vesturríkjunum, spurði fiskimann í
Maine af hverju mávar væru ekki notaðir til manneldis. ,,Það er nú
það,” svaraði maðurinn, ,,ef þú settir múrstein og máv saman inn í
steikarofn eru mestar líkur á að múrsteinninn yrði fyrr mjúkur — og
að öllum líkindum bragðbetri.
— L.S.