Úrval - 01.02.1982, Page 52
50
ÚRVAL
Nœstum því dn þess að taka eftir
erum við stundum óheiðarleg. Hér er smátækifœn til að
meta eigin ráðvendni — á heiðarlegan hátt.
tr
ERTU
HEIÐARLEGUR?
— Morton Hunt —
*****
* '
*
*
*
AÐ var í maí 1979 að
mér barst ávísun frá
tryggingafélagi, bætur
vegna tjóns sem varð á
húsinu okkar veturinn
af völdum ofsaveðurs.
*****
þar áður
Mánuði áður mðttók ég sömu upp-
hæð í ávísun frá sama tryggingafélagi
fyrir sama skaðann. Þegar ég minntist
á þessi mistök við kunningjana
spurðu þeir hvað ég ætlaði að gera við
síðari ávísunina. „Endursenda
hana,” svaraði ég. Þeir hrópuðu af
undrun: ,,Eins og iðgjöldin eru há?
Þú ert að gera að gamni þínu! ’ ’
Allt þetta almennilega, virðingar-
verða fólk sagði að ég ætti að eiga
báðar ávísanirnar. í fyrstu reiddist ég
kunningjum mínum fyrir að hafa
lagt blessun sína yfir þjófnað. En
síðar meir velti ég því fyrir mér að
kannski hefði heiðarleiki minn verið
kjánalegur. Ef þriðja ávísunin kæmi
myndi ég bara segja við sjálfan mig:
,,Það getur ekki verið rangt að halda
þessum peningum ef svona margt
fólk segir að það sé rétt?”
Erum við öll óheiðarleg?
Spurðu sjálfan þig nokkurra spurn-
inga:
Myndirðu sverja rangan etð fyrir
peninga? Ef svar þitt er nei, hugsaðu
þá málið betur. Þegar við göngum frá
skattskýrslunni okkar skrifum við
undir að hún sé gerð að viðlögðum
drengskap — sem þýðir að upplýsing-
arnar sem við gefum þar séu , ,sannar,
réttar og tæmandi’ ’. Tveir af hverjum
— Stytt úrLadies, Homejournal —