Úrval - 01.02.1982, Page 56
54
ÚRVAL
Stjórnmálamennirnir sýna óheiðar-
leik með því að leggja ónauðsynleg-
um útgjöldum lið sitt og segja okkur
kjósendum að þau séu nauðsynleg.
Allt þetta leggst a eitt með að grafa
undan lögum og rétti sem voru þó
sett þjóðfélaginu til styrktar og ör-
yggis. Nú til dags treysta fáir þeim
stjórnmálamönnum sem þeir kjósa. I
skoðanakönnun sem gerð var nýlega
kom x ljós að sex af hverjum tíu
Bandaríkjamönnum trúa því að
landsfeðurnir ljúgi stöðugt að þeim.
Þegar okkur verður þessi almenna tor-
tryggni ljós hljótum við að efast um
eigið ágæti.
Hvernig á að endurvekja heiðar-
leikann? Við verðum að breyta
hugsunarhætti í garð stórfyrirtækja,
gaumgæfa stjórnmálamennina okkar
og leggjast gegn óheiðarleika. Neyt-
endasamtökin geta frætt okkur um
verslun og viðskipti og fært okkur nær
fyrirtækjunum. Með því að beita
ströngu aðhaldi við lyfjaframleiðslu,
matvælaiðnað og bílaframleiðslu
hvetjum við viðkomandi aðila til að
framleiða sómasamlega vöru og
auglýsa hana heiðarlega.
Til að sigrast á vantrausti okkar á
stjórnmálamönnum ættum við að
fylgjast með fúlltrúum í öllum
þrepum stjórnunarinnar. Við ættum
að þröngva þeim sem fjalla um lög og
rétt til að gefa nákvæmlega upp
hvaðan þeir hafa tekjur sínar svo við
skiljum hvað felst að baki ákvarðana-
töku þeirra.
Við ættum að byggja upp heiðar-
legt þjóðfélag þar sem saklausu fólki
er ekki refsað. Til eru þau fyrirtæki
sem launa sérstaklega þeim starfs-
mönnum sínum sem mæta vel til
vinnu. Sumum starfsmönnum finnst
að þar sem þeir eiga rétt á að fá
ákveðinn fjölda veikindafrídaga borg-
aðan verði þeir á einhvern hátt að
nota sér það þótt þeir séu! fullfrískir.
Það hefur aldrei verið auðvelt að
vera heiðarlegur. Venjuleg
manneskja gerir ekki alltaf rétt
hugsunarlaust. Sá sem mesta sómatil-
fínninguna hefur verður að færa
fórnir, velja og hafna og hafa ríka
ábyrgðartilfínningu — ekki síður fyrir
öðrum en sjálfum sér, jafnt fyrir
ókunnugum sem fjölskyldunni, jafnt
fyrirtækjum sem einstaklingum. Það
er vissulega ekki hátt gjald til að geta
lifað I heimi sem við getum treyst.
Sumarið í Mið-Vesturríkjunum var langt og heitt svo íbúarnir urðu
fegnir þegar regnið kom. Þegar vinur minn var að snæða morgunverð
úti á svölunum heima hjá sér dag einn fór að rigna. Hann sagði svo
frá: ,,Mér leið svo vel að ég hélt áfram að borða þótt það hellirigndi.
Það eina sem var ekki nógu gott var að það tók mig klukkutíma að
klára djúsið mitt. ’ ’ —J. B.