Úrval - 01.02.1982, Page 56

Úrval - 01.02.1982, Page 56
54 ÚRVAL Stjórnmálamennirnir sýna óheiðar- leik með því að leggja ónauðsynleg- um útgjöldum lið sitt og segja okkur kjósendum að þau séu nauðsynleg. Allt þetta leggst a eitt með að grafa undan lögum og rétti sem voru þó sett þjóðfélaginu til styrktar og ör- yggis. Nú til dags treysta fáir þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa. I skoðanakönnun sem gerð var nýlega kom x ljós að sex af hverjum tíu Bandaríkjamönnum trúa því að landsfeðurnir ljúgi stöðugt að þeim. Þegar okkur verður þessi almenna tor- tryggni ljós hljótum við að efast um eigið ágæti. Hvernig á að endurvekja heiðar- leikann? Við verðum að breyta hugsunarhætti í garð stórfyrirtækja, gaumgæfa stjórnmálamennina okkar og leggjast gegn óheiðarleika. Neyt- endasamtökin geta frætt okkur um verslun og viðskipti og fært okkur nær fyrirtækjunum. Með því að beita ströngu aðhaldi við lyfjaframleiðslu, matvælaiðnað og bílaframleiðslu hvetjum við viðkomandi aðila til að framleiða sómasamlega vöru og auglýsa hana heiðarlega. Til að sigrast á vantrausti okkar á stjórnmálamönnum ættum við að fylgjast með fúlltrúum í öllum þrepum stjórnunarinnar. Við ættum að þröngva þeim sem fjalla um lög og rétt til að gefa nákvæmlega upp hvaðan þeir hafa tekjur sínar svo við skiljum hvað felst að baki ákvarðana- töku þeirra. Við ættum að byggja upp heiðar- legt þjóðfélag þar sem saklausu fólki er ekki refsað. Til eru þau fyrirtæki sem launa sérstaklega þeim starfs- mönnum sínum sem mæta vel til vinnu. Sumum starfsmönnum finnst að þar sem þeir eiga rétt á að fá ákveðinn fjölda veikindafrídaga borg- aðan verði þeir á einhvern hátt að nota sér það þótt þeir séu! fullfrískir. Það hefur aldrei verið auðvelt að vera heiðarlegur. Venjuleg manneskja gerir ekki alltaf rétt hugsunarlaust. Sá sem mesta sómatil- fínninguna hefur verður að færa fórnir, velja og hafna og hafa ríka ábyrgðartilfínningu — ekki síður fyrir öðrum en sjálfum sér, jafnt fyrir ókunnugum sem fjölskyldunni, jafnt fyrirtækjum sem einstaklingum. Það er vissulega ekki hátt gjald til að geta lifað I heimi sem við getum treyst. Sumarið í Mið-Vesturríkjunum var langt og heitt svo íbúarnir urðu fegnir þegar regnið kom. Þegar vinur minn var að snæða morgunverð úti á svölunum heima hjá sér dag einn fór að rigna. Hann sagði svo frá: ,,Mér leið svo vel að ég hélt áfram að borða þótt það hellirigndi. Það eina sem var ekki nógu gott var að það tók mig klukkutíma að klára djúsið mitt. ’ ’ —J. B.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.