Úrval - 01.02.1982, Síða 57
55
/ júnímánuði árið 1944 bjuggu hjónin Duboscq ásamt tveim bömum
sínum, Genevieve og Claude, í litlu afskekktu húsi við járnbrautarteinana
París-Cherbourg, fimm kílómetra frá bœnum Sainte-Mere-Eglise. Húsið stóð
í miðju flæðilandi sem herstjórinn Erwin Rommel lét setja undir vatn til að
hindra að samfelld byggð risi þar. Nóttina milli 5. og 6. júní var
amerískum hermönnum úr 82. flugsveitinni varpað niður í fallhlífum yfir
þessum hluta Normandí. D-dagurinn var hafinn.
Duboscq fjölskyldan hjálþaði umþaðbil550 af þessum hermönnum og
fyrir þann þátt var Maurice Duboscq síðar heiðraður með orðu ameríska
hersins sem veitt er fyrir hugrekki. En auk þess var hann ásamt konu sinni
og dóttur, Genevieve, sem var ellefu ára þegar innrásin var gerð, sæmdur
heiðursskjali 82. flugsveitarinnar. í þessari sögu lýsir Genevieve þeirri
reynslu sem hún varð fyrir þessa fyrstu sögulegu daga frelsunar.
LÍTIL STÚLKA I STRÍÐI
— Geneviéve Duboscq —
Mánudagur 5. júní, klukkan 22.45.
* NOKKRAR vikur voru
|p flugvélar bandamanna
búnar að vera á sveimi
*
*
*
*
I
yfir okkur hátt á himni á
hverju kvöldi. Þegar ég heyrði til
þeirra sendi ég þeim bæn í hljóði. I
kvöld var eins og þær snertu næstum
þakið á húsinu okkar. Ég og bróðir
minn, Claude, sem þá var sex ára,
fórum niður í eldhúsið til að vera hjá
foreldrum okkar. ,,Þetta er
innrásin!” sagði pabbi og ljómaði af
ánægju.
í sömu andrá var hurðinni sparkað
UPP °S amerískur liðsforingi stóð í
dyrunum og miðaði byssu á okkur.
Smávægileg röng hreyfing af okkar
hálfu þýddi að hann myndi skjóta:
Það var augljóst. ,,Vinir eða óvinir?”
spurði hann á frönsku.
Claude litli rauf þögnina. Hann
gekk móti liðsforingjanum með
útrétta arma og sagði: „Vinir
monsieur, við emm vinir.” Brosandi
hengdi Ameríkaninn vopnið á öxlina
ogspurði: „Hvareru Þjóðverjarnir?”