Úrval - 01.02.1982, Page 61
LÍTIL STÚLKA í STRÍÐI
59
kassa fulla af skotfærum og
hermannamat. (Um kvöldið var
garðurinn fullur af kössum.) Þegar ég
spurði hann hvort það væru fleiri
hermenn í vatninu svaraði hann
sorgmæddur: „Það liggur fallhlíf í
því.”
Ég hjálpaði honum að raða
kössunum í hjólbörur, svo lagði hann
upp í áhættusama ferð til að koma
verðmætum farminum til
hermannanna.
Miðvikudagur 7. júní, klukkan 4.
Út um gluggann sá ég pabba sigla
burtu á bátnum, fullhlöðnum
kössum. Fallbyssudrunurnar urðu
hærri og hærri en það hindraði
mömmu ekki í því að fara og mjólka
Blanchette. Þegar hún kom til baka
sýndi hún mér hægri tréskóinn sinn.
Sprengjubrot hafði flegið hæl-
kappann af. Eigendur býlisins voru
flúnir og hún hafði mjólkað kýrnar
þar og geflð hermönnunum næstum
því 200 lítra af mjólk.
Klukkan 13.
Jeppi kom skröltandi eftir
teinunum með fjóra hermenn. Þeir
voru komnir til að líta á Wingate liðs-
foringja. Fóturinn var nú svo svartur
að við vorum hrædd um að drep væri
komið í hann. Það var ekki mögulegt
að skera hann upp fyrr en sjúkraskýli
hafði verið komið upp, þess vegna
skildu hermennirnir eftir hjá okkur
meðul handa honum.
Klukkan 14.
Mamma kom auga á höfuð sem
kom upp úr vatninu 300 metra í
burtu. Hún óð út í, upp í mitti, og
reyndi að drasla manninum á þurrt.
Ég hljóp út til að hjálpa henni.
Kúlnahríðin dundi í kringum mig.
„Farðu!” hrópaði mamma. „Þú
verður drepin!” En ég hlustaði ekki á
það.
Þetta var þýskur liðþjálfi. Blóð
lagaði úr úr sári á brjósti hans. Fætur
okkar runnu til í drullunni og við
gátum ekki borið hann lengra, þess
vegna kraup ég niður og mamma
lagði höfuð mannsins í keltu mína.
Hún fór inn til að leita að handklæði
til að stöðva blóðrennslið með. Þegar
liðþjálfinn dó var ég jafnköld og líkið
sem ég hélt í örmum mér.
Klukkan 19.
Þegar ég var komin í þurr föt
hjálpaði ég mömmu að skipta um
umbúðir á fæti liðsforingjans. Það var
ýldulykt af honum. Við rifum síðasta
lakið okkar í ræmur til að nota fyrir
umbúðir. Ég setti stamp með vatni í
yfir eldinn og henti óhreinu sáraum-
búðunum ofan í. Þegar sauð hrærði
ég í með priki. Mamma þvoði síðan
umbúðirnar með bursta.
Klukkan 20.
Þegar við höfðum borðað vorum við
öll saman í eldhúsinu nema George
Wingate. Ef fallbyssugnýrinn úti fyrjr,
hefði ekki verið hefði þetta getað verið I
notaleg nágrannasamkoma. Viðurinn