Úrval - 01.02.1982, Side 63
LÍTIL STÚLKA í STRÍÐl
61
kvöldið fór ég í rúmið án þess að segja
góða nótt við neinn og ég grét mig í
svefn.
Sunnudagur 11. júní, klukkan 8.
Þegar ég opnaði augun leið mér
eins og ég væri vöknuð í öðrum
heimi. Það leið ekki löng stund áður
en ég skildi hvers vegna það var. Það
var kyrrðin. Hávaðinn hafði varað í
svo marga daga að ég hafði vanist
honum. Ég hljóp niður í eldhúsið þar
sem öll andlit ljómuðu af ánægju. An
þess að segja nokkuð rétti pabbi mér
sjónaukann, fór með mig út og benti
að d’Amfreville-höllinni. Ötrúlegt!
Yfir höllinni blakti ekki lengur haka-
krossinn heldur fáni með stjörnum!
Ég grét af gleði.
, ,Hermennirnir sem komu yfir
hafið frá Englandihafa nú sameinast
fallhlífarhermönnunum,” sagði
hann mér. „Sjúldingarnir okkar
verða bráðlega fluttir yfir í sjúkra-
skýli.”
Ég hljóp inn og kyssti Kerry og
George og svo hljóp ég til að vekja
litla bróður minn og hrópaði á
leiðinni: ,,Claude, stríðið er búið!
Stríðið er búið!”
Genevieve fór fyrst til altaris í lok
júlímánaðar 1944. Fallegi, hvíti kjóll-
inn hennar var saumaður úr fallhlíf
Wingate. Hinn 14. ágúst 1945 stigu
þau systkinin á þýska jarðsprengju er
þau voru að leik við járnbrautar-
teinana. Claude lét lífið strax.
Geneviéve hlaut alvarleg meiðsl og
hefur síðan verið skorin 32 sinnum
upp. Ennþá hefur hún mörg
hundruð málmflísar í kroppnum og
hún hatar stríð af heilum huga. ★
Ísraelsríki, sem aðeins telur 4 milljónir íbúa, er þó á sinn hátt
alþjóðlegur staður. Á hverjum degi getur maður valið úr útvarps-
sendingum á fímmtán tungumálum. Auk þess sem útvarpað er á
hebresku og arabisku, sem eru hin opinberu tungumál, er hægt að
hlusta á ensku, frönsku, jiddisku, spönsku, portúgölsku, ungversku,
rúmönsku, rússnesku, georgíönsku, ladínó, múgrabí, búkharían og
persnesku.
-J-E.
Áður en edam- og goudaostar eru sendir á markað frá Hollandi eru
þeir vandlega skoðaðir. Auk alls annars eru þeir bankaðir. Ef osturinn
segir þump, þegar bankað er í hann, er hann dæmdur fær um að
flytjast á erlendan markað en ef bergmálshljóð heyrist í honum þýðir
það að í honum eru loftbólur og litli, kringlótti, hollenski osturinn
verður að vera heima þar til hann þroskast meira.
— E.C.