Úrval - 01.02.1982, Page 68
Sir Thomas More.
Árið 1969, 434 4rum eftir að Sir
Thomas More var hálshöggvinn fyrir að
neita að viðurkenna Hinrik
konung VIII. sem höfuð kirkjunnar,
reistu íbúar Chelsea með aðstoð
hvaðanæva úr heiminum eftirmynd
hans á bakka Thames, í ndgrenni þess
staðar sem hann lifði og tilbað Guð
sinn. Yfir hné hans liggur Tudor
keðjan sem kóngurinn gaf honum í
eina tíð en var tekin af honum í
fangelsinu. Um hálsinn ber hann
krossinn sem fylgdi honum allt til
enda.
Eros.
Vcengjaði ástarguðinn.
Karl kóngur I.
Ein besta riddarastyttan í London,
gefin af Weston lávarði sem síðar
varð jarlinn afTortland. Þráttfyrir að
kðngurinn vœri aðeins fimm fet og
fjórir þumlungar (163 cm) sagði hann
myndhöggvaranum, Hubert le Sueur, |
að gera hann ,,full sex fet"-
(183 cm) á hæð. Eftir að Karl var
hálshöggvinn var látúnskauþmanni
frá Holborn, John Rivett, skiþað að
eyðileggja styttuna. I stað þess grðf
hann hana í garði sínum og seldi
hnífa og aðra minjagriþi sem hann
þóttist hafa gert úr efni styttunnar. Á
endurreisnartímanum var styttan
gefin Karli II. sem kom henni fyrir á
Whitehall, á móti þeim stað er faðir
hans var hálshöggvinn. Á aftökudegi
hans, 30. janúar, leggja syrgjendur
blómsveiga að fótstalli Karls
þíslarvotts.