Úrval - 01.02.1982, Page 70
68
ÚRVAL
SAGA BRETLANDS Á GÖTUM LUNDÚNA
69
Benjamin Disraeli.
Þegar stytta Disraelis var afhjúpuð ú
Þinghústorginu 1883, tveimur árum
eftir dauða hans, var hún skreytt
vorrósum, upþáhaldsblómi þessa
manns sem tvisvar hafði verið for-
sœtisráðherra og hafði gert Viktoríu
drottningu keisaraynju Indlands. Við
útför hans sendi hún blómsveig af
vorrósum, áletraðan eigin hendi
,,með ást og virðingu”. Síðan þá
hefur dánardagur hans, 19. apríl,
verið dagur vorrósarinnar og íhalds-
menn skreyta enn styttu hans
blómum.
Robert Falcon Scott kafteinn.
Scott Suðurskautslandsins stendur á
Waterlootorgi gegnt Eranklin, sem
uppgötvaði norðvesturleiðina. Báðir
létust á ferðum sínum, Scott
með fjórum félögum sínum á
heimleið frá suðurpólnum. Styttuna
lét ekkja hans gera og er hún frábær
að allri gerð. Á fótstalli hans eru
síðustu skilaboð hans til fólksins en
þau fundust við lík hans: ,,Hefðum
við lifað hefði ég getað sagt ykkur
sögu af harðræði, þolgæði og
hugrekki félaga minna, sem hefði
komið við hjarta hvers Englendings.
Þessi fáu orð og líkamir okkar verða
arf Áp.pia hd scipu ”
< /- -T
Viktoría drottning.
Buckinghamhöll var endurbætt og
breiðstrætið The Mall breikkað.
Einnig var Admiral the Arch gert,
sem jafnframt átti að vera fótstallur
minnismerkis drottningarinnar.
Þaðan horfir hún úr sæti sínu yfir
breiðstrœtið og á allar hliðar eru tákn-
rænar verur. 1 minnismerkið þurfti
2.300 tonn af marmara. Verkið, sem
gert var til minningar um hin 64
veldisár drottningarinnar, lengsta
tímabil sem nokkur hefur ráðið
ríkjum í Bretlandi, tók 20 ár. Þegar
minnisvarði hennar var afhjúpaður
var valdatími eftirmanns hennar
liðinn. Barnabarn hennar, Georg V,
afhjúpaði það um leið og hann sló
myndhöggvarann, Thomas Brock, til
riddara.
Varðliðið.
Eimm varðliðar, hver um sig fulltrúi
sinnar hersveitar, standa meðfram
steinsúlu á Horse Guards Rarade, sem
er til minningar um 2.007 liðs-
foringja ásamt 61.544 öðrum úrvarð-
liðinu sem létu lífið í fym heims-
styrjöldinni. Bronsstytturnar voru
steyptar úr þýskum byssum. Við
afhjúpunina, sem hertoginn af
Connaught annaðist 1926, stóðu
14.000fyrrverandi varðliðar í heiðurs-
fylkingu.
'rgujnmn..