Úrval - 01.02.1982, Qupperneq 80
78
ÚRVAL
„pantaði óvenjulegan mat” — svo
fólk myndi eftir honum.
Á meðan þessu fór fram var ráðist
tvisvar á stúlkur í myndavöru-
verslunum og þær rændar. Önnur
þeirra var numin á brott. Stúlkunni
var sleppt eftir að árásarmaðurinn
reyndi að nauðga henni og kúga út
lausnarfé fyrir hana. Þessi stúlka kom
rannsóknarlögreglunni í Allegheny-
héraði loks á sporið — en lögreglan
hélt enn að hún væri að eltast við
Robert Dillen — með því að fylgja
þeim eftir fáförnum vegum, þekkja
aftur staðhætti hér og þar, þar til að
hún kom loks að kofa þar sem
lögreglan fann James Jeziorski,
byggingaverkamann.
Jeziorski var sýnd mynd af Dillen
en var heldur vantrúaður á svipinn.
Hann þekkti engan Dillen, sagði
hann, en þetta líktist sannarlega
bróður hans, honum Frank.
Eftir fáeinar klukkustundir hafði
Frank Jeziorski verið handtekinn og
ákærður. Hann játaði síðar á sig
fjöldamörg myndavöruverslanarán.
Jeziorski situr nú í fangelsi með dóma
sem hljóða upp á 35 til 70 ár. Hann-
var kærðúr fyrir nauðgunina og
mannránið í Indiana en þegar stúlkan
neitaði að mæta fyrir rétti var fallið
frá ákærunni. ,,Ég held að hún hafi
bara ekki viljað ganga í gegnum þetta
allt aftur,” segir Murtagh, „sérstak-
lega eftir að hún hafði bent á rangan
mann í fyrra skiptið. ’ ’
Lögreglan var fljót að lýsa því yfir að
kerfið hefði að lokum virkað eins og
því væri ætlað að gera. Einn yfir-
maður Allegheny-lögreglunnar,
Robert Kroner yfirlögregluþjónn,
sagði að „eftir allt það sem þessi
piltur (Robert Dillen) og foreldrar
hans hafa orðið að líða ættu þau skilið
allar þær skaðabætur sem lög mæla
fyrirum.”* ★
Neðanmáls:
*) Málið hefur verið lagt fyrir D. Michael
Fisher, öldungardeildarþingmann frá heima-
byggð foreldra Dillens, sem rannsakar nú hvort
um skaðabætur geti orðið að ræða fyrir Dillen
og foreidra hans.
Núna vinnur Robert Dillen í borg I Suður-
ríkjunum. Þar reynir hann að koma fótunum
undir ljósmyndastarfsemi sina á nýjan ieik.
Takmark hans er að endurgreiða foreldrum
sínum þá 30 þúsund dollara sem þeir urðu að
taka út úr eftirlaunasjóði sínum hans vegna.
Þegar fólk fer að tala um sögusagnir varðandi
fortíð hans dregur hann upp grein um málið
sem birtist í tímariti í Pittsburgh og segir: ,,Ef
þið viljið lesa um þetta skuluð þið gera það
hér.”
I framhaldsgrein um málið í sama tímariti
var birt bréf sem ritstjóranum hafði borist og
dregur á einfaldan hátt saman það sem læra má
af þeim hörmungum sem Robert Dillen þurfti
að ganga i gegnum. ,,Við ættum að vera þess
minnug, sérstaklega þó þeir sem starfa að
glæpa- og dómsmálum, að stundum þegar
maður segist vera saklaus er hann það i raun og
veru.” ■*