Úrval - 01.02.1982, Page 84
82
ÚRVAL
I þessari bók endurómar
það hróp sem er svo ömur-
lega algengt á tuttugustu
öldinni — hróp manns sem
er hnepptur í fjötra án
ákæru eða réttarhalda,
pyntaður og hótað lífláti.
En Jacobo Timerman,
aðalritstjóri hins virta dag-
blaðs La Opinión í
Argentínu, lifði af til að
segja sögu sína í þessari
víðlesnu og umdeildu bók
— og ekki aðeins sína
eigin sögu heldur einnig
annarra fanga sem hryggi-
leg örlög hafa hlotið. —
Mannkynið hefur lengi
fengið sögur af harðrétti
og ranglæti undir ógnar-
stjórn. Á okkar öld nægir
að minna á Hitler,
Mussolini, Stalín, Castro,
Idi Amin, og á þessum
árum, sem við nú lifum,
má minna á þrælkunar-
búðir og geðveikrahæli
Sovét. Saga Timermans er
enn ein sagan um ofríki og
ofbeldi af þessu tagi.
\V \T/Nj/\V
✓í\ VíwN'/Iv /!\
lefinn er þröngur. Þegar
?. ég stend í honum
$ miðjum og sný til dyra
6 get ég ekki rétt út hand-
leggina. En hann er langur og þegar
ég leggst get ég teygt úr mér endi-
löngum. Það er lán í óláni og heppni
út af fyrir sig því í klefanum sem ég var
í áður — hve lengi? — gat ég aldrei
rétt úr fótunum ef ég lagðist.
Gólfíð er síblautt. Einhvers staðar
leki. Dýnan er líka blaut. Ég er líka
með teppi og er sífellt með það um
axlirnar til að halda því þurru. Ef ég
leggst með teppið ofan á mér verð ég
gegndrepa af dýnunni. Ég hef upp-
götvað að best er að draga dýnuna
upp með veggnum svo að sá hluti
sem ekkí snertir gólfíð geti þornað.