Úrval - 01.02.1982, Side 87

Úrval - 01.02.1982, Side 87
NAFNLAUS FANGl — NÚMERSLAUS KLEFI 85 þeirra og fagnaði. Svo fór ég aftur að stynja vegna Súsönnu. „Eina lausnin" Argentína, þjóð 25 milljón íbúa, stendur í stríði milli menningar og villimennsku. Milli 1966 og 1973 voru þrjár her- foringjastjórnir í röð. Þessi ár braust út ofbeldi á öllum sviðum og full- komnaði þróun sem hófst árið 1964 með komu fyrstu skæruliðanna sem þjálfaðir voru á Kúbu í einum af æfingabúðum ,,Che” Guevara. Sam- tímis voru í Argentínu: trotskíista- skæruliðar; dauðadeildir sem myndaðar voru af hægrisinnuðum fylgismönnum Juan Domingo Perón sem þá var í útlegð,* stuðningssveitir hersins sem höfðu það að markmiði að hefna morða á hermönnum; hægri- og vinstrisinnaðar hjálpar- sveitir lögreglunnar sem kepptu innbyrðis og bókstaflega hundruð annarra hópa sem iðkuðu kerfis- bundið ofbeldi. Eftir 1969 lenti einræðisstjórnin í vanda þar sem hún réð ekki við þá erfiðleika sem stjórnun landsins var samfara. Þótt Perón hefði nú verið 14 ár 1 útlegð var perónismi enn öflugur í Argentínu. Stuðningsmenn foringjans útlæga fóru nú að snúa * Perón varð fyrst stjórnmálaafl í Argentínu árið 1944 sem einn úr hópi hershöfðingja sem gerðu uppreisn gegn forsetanum. Perðn var kjörinn forseti 1946 og var við völd til 1955 þegar hann flýði land og settist að í útlegð á Spáni, 1 kjölfar hershöfðingjabyltingar. bökum saman við aðra stjórnmála- flokka og heimta kosningar. Samtímis fóru vinstrisinnaðir stuðningsmenn hans að skipuleggja hóp borgarskæruliða sem kallaðir voru Montoneros. Montoneros vógu þá sem þátt áttu í að reyna að uppræta þá; þá sem þeir töldu ekkert gera til að vinna á móti þeim sem reyndu að uppræta þá; þá sem andmæltu ofbeldi bæði vinstri og hægri afla; frjálslynda stjórnmála- menn sem þeir ímynduðu sér að kynnu einhverntíma að verða þeim þrándur í götu með því að laða til sín ungt fólk með vinstrisinnað hugarfar; og þeir vógu vinstrisinnaða blaða- menn sem voru andsnúnir ofbeldi og sáðu þannig fræjum efasemda í hugi sumra liðsmanna Montoneros. Þeir gripu líka til mannrána og töldu rökrétt að þeir sem ættu fyrir því að greiða fyrir sig lausnarfé skiluðu illa fengnum auði sínum á þann hátt aftur til samfélagsins. Á sama tíma komu hægrisinnaðir perónistar upp sínum eigin eyð- andi öflum með stofnun Þrjú-A (Argentine Anti-communist Alli- ance) undir forystu José López Rega, einkaritara Peróns í Madrid. Þrjú-A helgaði sig þeirri köllun að drepa Montoneros; myrða frjálslynda stjórnmálamenn og þá lögfræðinga sem fengnir voru til að verja hand- tekna Montoneros þar sem krafa þeirra um lögleg réttarhöld var talin samsæri með vinstrisinnum; þeir myrtu rithöfunda og vinstrisinnaða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.