Úrval - 01.02.1982, Page 105
NAFNLAUS FANGI — NÚMERSLAUS KLEFI
103
viðræðum við mig. Þeir ímynda sér að
einhvern tíma verði ég aftur við
stjórn á dagblaði. Þeir kysu ógjarnan
að ég yrði til þess, fyrir einhvers konar
valdabreytingu stjórnmálanna, að
þeir yrðu ofsóttir.
Varðmaður spyr mig um starf
handa einum sona hans sem vill ekki
fara í langskólanám. Ég mæli með
verslunarnámi við ákveðinn skóla og
þótt ég sé nú týndur er varðmaðurinn
alls ósmeykur að vitna til
mín þegar hann sendir umsókn til
skólans fyrir hönd sonar síns. Hann
fínnur ekki að hann sé að gera neitt
sem ekki má. Hann hefur sitt sið-
ferði: þegar yfírmaður hans sendir
hann til að fínna hryðjuverkamann
drepur hann manninn og þá sem hjá
honum eru — konuna, foreldrana,
börnin — en ekki nema þau sýni
mótspyrnu. Ef hryðjuverkamaðurinn
er færður fyrir yfirmanninn ber
vörðurinn skammbyssuna að hálsi
hans en hleypir ekki af nema yfír-
maðurinn! mæli svo fyrir. Sumir,
segir hann, drepa sér til skemmtunar
eða til að keppa við hina verðina sem
safna enfriados — „köldum
skrokkum”. Þetta er geðslegur maður
sem passar vel mataræðið sitt, kemur
með borðbúnað að heiman því hann
heldur að sá 1 eldhúsinu sé illa
hreinsaður og vonast til að geta fljót-
lega látið af störfum því hann gegnir
hættulegu starfí.
Smám saman er slakað á gæslunni
gagnvart mér. Ég er ekki lengur
hlekkjaður við rúmið allan sólar-
hringinn — bara á nóttunni — og
loks er því líka hætt. Ég má ganga í
garðinum ef þar er einhver vörður.
Yfír húsið gnæfír turn með tveimur
mönnum, vopnuðum vélbyssum.
Maturinn er sérstaklega lélegur,
seinna fæ ég það sama og verðirnir.
Sumir fangarnir eru auðugir og þegar
yfírheyrslum yfír þeim og pyntingum
á þeim er lokið njóta þeir sérstakra
fríðinda ef þeir geta borgað
foringjunum ákveðna upphæð á dag.
Þeir fá að elda sjálfír og þvo fötin sín
og sumir fá að tala við fólkið sitt í
síma.
Það er alltaf verið að spyrja mig
hvað ég sé að gera hér. Ég veit það
ekki. Þeir ekki heldur. Ég hef númer
en ekkert nafn en svo oft hafa birst af
mér myndir í blöðum að engum
blandast hugur um hver ég er. Þegar
farið er með aðra fanga út í garð verð
ég að vera í klefa mínum en get séð
þá út um gluggann.
Aðstandendur sumra fanganna
hafa borgað lausnargjald fyrir þá í
þeirri trú að þeir hafí lent í höndum
glæpamanna. í sumum tilfellum var
mönnunum leyft að fara þegar
lausnargjaldið hafði verið greitt. í
öðrum tilfellum voru þeir bara
drepnir. Þegar lausnarfé hefur verið
móttekið er mikill fögnuður og
dýrðleg veisla haldin. Það kemur mér
til að gruna að fénu sé skipt milli
allra.
Varðmennirnir njóta annarra
fríðinda sem ég varð áskynja í þessari
nánu sambúð við þá. Þrjár bráð-