Úrval - 01.02.1982, Page 105

Úrval - 01.02.1982, Page 105
NAFNLAUS FANGI — NÚMERSLAUS KLEFI 103 viðræðum við mig. Þeir ímynda sér að einhvern tíma verði ég aftur við stjórn á dagblaði. Þeir kysu ógjarnan að ég yrði til þess, fyrir einhvers konar valdabreytingu stjórnmálanna, að þeir yrðu ofsóttir. Varðmaður spyr mig um starf handa einum sona hans sem vill ekki fara í langskólanám. Ég mæli með verslunarnámi við ákveðinn skóla og þótt ég sé nú týndur er varðmaðurinn alls ósmeykur að vitna til mín þegar hann sendir umsókn til skólans fyrir hönd sonar síns. Hann fínnur ekki að hann sé að gera neitt sem ekki má. Hann hefur sitt sið- ferði: þegar yfírmaður hans sendir hann til að fínna hryðjuverkamann drepur hann manninn og þá sem hjá honum eru — konuna, foreldrana, börnin — en ekki nema þau sýni mótspyrnu. Ef hryðjuverkamaðurinn er færður fyrir yfirmanninn ber vörðurinn skammbyssuna að hálsi hans en hleypir ekki af nema yfír- maðurinn! mæli svo fyrir. Sumir, segir hann, drepa sér til skemmtunar eða til að keppa við hina verðina sem safna enfriados — „köldum skrokkum”. Þetta er geðslegur maður sem passar vel mataræðið sitt, kemur með borðbúnað að heiman því hann heldur að sá 1 eldhúsinu sé illa hreinsaður og vonast til að geta fljót- lega látið af störfum því hann gegnir hættulegu starfí. Smám saman er slakað á gæslunni gagnvart mér. Ég er ekki lengur hlekkjaður við rúmið allan sólar- hringinn — bara á nóttunni — og loks er því líka hætt. Ég má ganga í garðinum ef þar er einhver vörður. Yfír húsið gnæfír turn með tveimur mönnum, vopnuðum vélbyssum. Maturinn er sérstaklega lélegur, seinna fæ ég það sama og verðirnir. Sumir fangarnir eru auðugir og þegar yfírheyrslum yfír þeim og pyntingum á þeim er lokið njóta þeir sérstakra fríðinda ef þeir geta borgað foringjunum ákveðna upphæð á dag. Þeir fá að elda sjálfír og þvo fötin sín og sumir fá að tala við fólkið sitt í síma. Það er alltaf verið að spyrja mig hvað ég sé að gera hér. Ég veit það ekki. Þeir ekki heldur. Ég hef númer en ekkert nafn en svo oft hafa birst af mér myndir í blöðum að engum blandast hugur um hver ég er. Þegar farið er með aðra fanga út í garð verð ég að vera í klefa mínum en get séð þá út um gluggann. Aðstandendur sumra fanganna hafa borgað lausnargjald fyrir þá í þeirri trú að þeir hafí lent í höndum glæpamanna. í sumum tilfellum var mönnunum leyft að fara þegar lausnargjaldið hafði verið greitt. í öðrum tilfellum voru þeir bara drepnir. Þegar lausnarfé hefur verið móttekið er mikill fögnuður og dýrðleg veisla haldin. Það kemur mér til að gruna að fénu sé skipt milli allra. Varðmennirnir njóta annarra fríðinda sem ég varð áskynja í þessari nánu sambúð við þá. Þrjár bráð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.