Úrval - 01.02.1982, Page 116
114
ÚRVAL
Nú er Pran orðinn Ijósmyndari hjá
Times. Á myndinni hér að ofan sést
hann ásamt greinarhöfundi.
mönnunum að leyfa sér að koma með
í bílnum. „Hjarta mitt sagði mér að
ég yrði að gera það,” segir hann.
,,Þú myndir gera það sama fyrir
mig.”
Hótelið okkar er mannlaust þegar
við komum þangað aftur og við
ákveðum að leita hælis í franska
sendiráðinu skammt undan. Hliðin
eru læst en fjöldi manns, þar á meðal
Kambódíumenn, klifra yfir
girðinguna. Við förum eins að.
Á öðrum degi biðja Frakkarnir
okkur um vegabréfin svo þeir geti
skráð hverjir séu staddir á landar-
eigninni. Enn vbnum við að okkur
megi takast að bjarga Pran: Jon Swain
er með tvö vegabréf. Við teljum að
við getum gengið svo frá öðru þeirra
að Pran fái þar staðfestingu á
útlendum uppruna sínum. Þann 20.
apríl segja Frakkarnir Swain að þetta
takist ekki. Þeir segja að rauðu
khmerarnir muni sjá í gegnum
svindlið og það geti orðið til þess að
stofna lífi allra annarra í sendiráðinu í
hættu. Þeir krefjast þess að Pran fari.
Loks segi ég Pran frá þessu. Ég spyr
hvort hann skilji þetta. Við höfum
reynt allt sem x okkar valdi stendur en
erum mát. Hann svarar játandi,
segist skilja þetta. En það er í raun ég
sjálfur sem ekki skil. Hann bjargaði
lífí mínu og nú get ég ekki verndað
hann. Ég fyrirlít sjálfan mig.
Pran lætur niður það allra nauðsyn-
legasta. Við hlið sendiráðsins legg ég
handleggina utan um hann og reyni
að segja eitthvað sem einhverja
þýðingu hefur. En ég er orðlaus og
hann sömuleiðis. Klukkan 10.15
þann 20. apríl hoxfi ég á á eftir
honum út um hliðið. Svo legg ég
höfuðið upp að húsveggnum og ber
hnefunum í vegginn í örvæntingu.
Tími bænarinnar
Það var komið fram í miðjan júlí
þegar ég kom loks til Bandaríkjanna.
Fyrst hafði ég verið fluttur til
Thailands með þeim 800
Vesturlandabúum sem í franska
sendiráðinu voru. Fjölskylda Prans
var sest að í San Francisco fyrir milli-
göngu Times og flóttamanna-
hjálparinnar. Ég fór til þess að hitta
fólkið hans.
Börnin voru áköf þegar þau sáu
mig en Ser Moeun, kona Prans, fór að
gráta. Orð hennar hljómuðu eins og
dómsuppkvaðning í eyrum mínum: