Úrval - 01.02.1982, Page 121
SAGA UM VINÁTTU
119
hetjur í augum hvor annars og það
verður að bíða betri tíma að brjóta til
mergjar mannlega galla og lesti. Þetta
er ekki staður og stund til slíks.
Endurfundir Prans og
fjölskyldunnar í San Francisco 19-
október eru eins og dýrðlegur
draumur, blóm, faðmlög og tár,
Fáum dögum síðar þarf ég að fara
aftur til New York. Enda þótt leiðir
skilji aðeins um skamma hríð fellur
okkur báðum það illa. Til þess að
draga athyglina frá líðandi stund fer
ég að stríða honum með rifrildi okkar
löngu áður í Phnom Penh þegar ég
var að reyna að neyða hann til þess að
segja mér ,,allan sannleikann”. Þetta
rifrildi hefur orðið að eins konar
ævintýri okkar á milli.
„Geturðu enn aðeins sagt mér
80% ?” spyr ég nú svolítið stríðnis-
lega.
,,Nei, ekki lengur,” segir hann
ijafnalvarlegur í bragði og ég hafði
verið stríðnislegur áður. ,,Nú er engu
að leyna. Engin leyndarmál lengur.
Engu að leyna. Við erum af einu
blóði.” ★
1. janúar 1979 komu Frakkar í gegn lögum þess efnis að fólk sem náð
hefúr 65 ára aldri getur ánafnað bæjarfélaginu húseign sína gegn því
að fá mánaðarlegan styrk og rétt til að búa á sínu eigin heimili eins
lengi og ævin endist. Mánaðarlegi styrkurinn er reiknaður út eftir
eignum einstaklingsins og hvernig hann vonast til að geta hagað lífí
sínu. Einnig er séð um nauðsynlegar viðgerðir. Með þessu er verið að
hvetja eldra fólk til að vera áfram á heimilum sínum eins lengi og því
verður við komið.
— A.R.
I miðri erfíðri þjálfun kom liðþjálfínn auga á nýliða sem lá fyrir
neðan kaðalstiga. ,,Hvað ertu að geraþarna?” þrumaði hann.
,,Ég held að ég sé fótbrotinn,” svaraði hermaðurinn.
, Jæja,” hrópaði liðþjálfinn. „Gerðu þá að minnsta kosti nokkrar
armbeygjur!”
Enskur hermaður sem hafði verið sendur til Indlands til að gegna
herþjónustu í seinni heimsstyrjöldinni sagði mergjaðar sögur af
hlussustórum moskítóflugum sem allt hefði morað af þar. Þegar
hann var spurður hvernig hann hefði getað sofíð sagði hann: „Það
gekk ágætlega. Ég fékk mér góðan viskíslurk áður en ég fór að sofa.
Fyrri hluta næturinnar var ég því of fullur til að taka eftir því að þær
bitu mig og seinni hlutann voru þær of fullar til að geta það. ’ ’