Úrval - 01.02.1982, Page 124
122
ÚRVAL
Þeir kveikja í sér, klessukeyra bíla og stökkva ofan af
háum byggingum. Ofurhugarnir fara ekki auöveldustu
leiðina íbrauöstritinu.
ÁHÆTTULEIKARAR
HOLLYWOOD
— Roberta Ostroff —
BOTNI uppþornaðs
stöðuvatns í auðnum
Nevada á að fara að
f mynda taugatrekkjandi
eltingarleik í kvikmynd
Hal Needham, Smokey and the
Bandit II. (Reykur og bófi enn á
ferð). í grenndinni eru 40 hálftunnur
af dísilolíu og 50 nýkgir Pontiac- og
Dodge-bílar sem á að klessukeyra, 40
áhættuleikarar og 5 áhættuleikkonur.
Auk þessa eru 275 aðrir hlutir sem
notaðir eru við kvikmyndagerð;
dráttarbíll, slökkvibíll og sjúkrabíll.
Margt hefur breyst síðan kúreki,
sem stökk á bak hesti á ferð eða lét
sem hann gæfí einhverjum vænt
hægrihandarhögg utanundir, fékk
áhorfendur til að grípa andann á lofti
í unaði og skelflngu á bernskuskeiði
Hollywood. Nú á dögum eru áhættu-
atriði í kvikmyndum margmilljóna-
fyrirtæki og blekkingartæknin verður
æ fullkomnari — sumir nota jafnvel
tölvur til að gera áætlanir um áhættu-
atriði. Hal Needham var best launaði
áhættuleikarinn í Hollywood áður en
hann leikstýrði Smokey and the
Bandit og Hooper. Hann er eini
áhættuleikarinn sem náð hefur svo
langt að leikstýra kvikmynd.
,,Ökey,” segir hann með hásri
reykingarödd og Tennessee-hreimi.
,,Eru allir með það á hreinu hvað er
*
*
*
A
— Stytt úr GEO —