Úrval - 01.02.1982, Page 127
ÁHÆTTULEIKARAR HOLLYWOOD
125
Hann kemur til með að fara á 110-
130 km hraða upp flekann til að
komast upp yfir bílinn. Ef hann nær
ekki þeim hraða er hætta á að fram-
hjólin festist í tengingum milli
vagnsins og dráttarbílsins. „Það yrði
ljóta klandrið,” segir Davis.
Btllinn er Plymouth, árgerð 1979,
og hann hefur verið rúinn öllu sem
hægt er að vera án. Þrír mótorhjóla-
höggdeyfar em aftan við vökvasætið.
Höggdeyfarnir sjá til þess að sætið
gefí eftir þegar bíllinn snertir jörð.
Þeir taka við þunga líkamans til að
koma í veg fyrir þrýsting á mænuna.
Ef sætið gefur ekki eftir hryggbrotnar
Davis.
Mike DeLuna, 29 ára gamall
áhættuleikari frá Las Vegas, fer yfír
„öryggisbúnaðinn” sem notaður er í
atriði Davis. DeLuna á að fara vand-
lega yfír hvert smáatriði í bílnum og
sjá um hvaðeina sem kann að koma
upp á á seinustu stundu.
Sumir áhættuleikaranna koma nú
nær flekanum, kinka kolli til DeLuna
og þyrpast kringum Davis. Þá langar
að vita hvort hann getur notað
eitthvað af búnaði þeirra. Þeir taka
utan um hann. Needham segir
að áhættuleikumnum þyki vænt
hverjum um annan. ,,Maður er
hræddur en maður veit að þeir óska
þess allir að það takist og maður er
ekki einn í þessu.”
Davis er með olnbogahlífar, hné-
hlífar og hlífar á handleggjum.
Hann fer í stoppað vesti til að verja
sig gegn rifbeinsbrotum. Hann setur
á sig andlitshlíf og öryggishjálm og