Úrval - 01.02.1982, Side 128
126
ÚRVAL
kemur sér inn í bílinn. Hann bakkar
hægt þar til bíllinn er í um 115 metra
fjarlægð. DeLuna lítur í seinasta
skiptið á flekann. 200 manns eru að
horfa á og það er eins og allri haldi
niðri í sér andanum.
Það glymur í flautu. Needham
hrópar, ,,Allt í lagi, taka! Þetta er
taka! Af stað!” Örstutt bið, þögn og
svo...
Bíll Davis skýst eftir eyðimörkinni
að flekanum, fer upp hann á 130 km
hraða og út í loftið. Hann flýgur yfir
bílhúsið. Bíllinn stefnir niður. Hann
skellur niður og þyrlar upp ryki eins
og hann ætli að kljúfa jörðina.
Plymouth-inn fer í stóran hring,
hægir á sér og nemur loks staðar.
Davis kemur ekki út.
Þögn, og síðan hrópar Dick Ziker:
„Komið með sjúkrabílinn!” Ziker
hleypur í átt til bílsins, Mike DeLuna
og hjúkrunarkona á eftir honum.
Fólkið flykkist að. Blóðið spýtist úr
nösum Davis en allt og sumt sem
hann vill fá að vita er hvort takan hafí
heppnast hjá Hal. Já, hann náði því.
Hann sló líka met. Hann fór 54 metra
x loftinu, 4 metrum lengra en áætlað
hafði verið. Davis brosir ekki við
þessum fréttum. Hann getur ekki
brosað. Hann er með brákaðan
hryggjarlið við mjaðmagrindina og
situr heftur og sem frosinn í bílnum í
vökvabúnu sæti sem gaf eftir undan
þrýstingnum en samt ekki nóg.*
RÚTAN MEÐ FÖLKINU, sem
vann að áhættuatriðinu, skröltir eftir
þjóðveginum. Enginn minnist á
slysið sem Gary lenti í. Sumir verða
áflogagjarnir í staðinn. Þeir fara í
sjómann og skvetta bjór á föt hver
annars. Sögur um áhættuatriði koma
hver af annarri eins og vélbyssuskot-
hríð. Ef til vill verða þeir að halda
uppi þessum hávaða til að leyna sinni
eigin viðkvæmni.
Seinna fer Hal Needham að tala.
Needham á hlut í Smokey and the
Bandit og hann er orðinn ríkur og
vinsæll kvikmyndaleikstjóri. En hann
tekur enn þátt í áhættuatriðum. ,,Ég
er kannski í skrifstofúnni minni,”
segir hann, ,, og það er hóað í mig og
ef ég á ekki annríkt þá fer ég og tek
atriðið. Ég geri það vegna þess að þá
vita áhættuleikararnir að ég get þetta
ennþá og missa ekki trú á mér. Ég
þarf ekki að sannfæra sjálfan mig um
að ég hafí verið frábær áhættuleikari.
Ég veit vel að ég var það. Ég tek þessu
eins og það er og held áfram. ’’
Davis var með spelkur við bakið t þrjár vikur.
Innan fímm mánaða var hann aftur farinn að
taka þátt í áhættuatriðum af fullum krafti.
Nútíma lýsing á góðum stjórnanda er að hann sé persóna sem troði
manni um tær án þess að sjái á skónum. — B.V.