Úrval - 01.02.1982, Page 130
128
ÚRVAL
Eftir tveggja vikna þátttöku í hugleiðslunámskeiði var ég stirð í öllum
liðamótum og orðin mjög forvitin um konu sem sat næst mér. Hún
kom of seint í hvern einasta tíma og var þá með hárið flaksandi út um
allt og stóð á öndinni. En skömmu eftir að hún hafði komið sér í
réttar hugleiðslustellingar og hafið að þylja ,,1984, 1984, 1984” var
næstum hægt að fylgjast með því hvernig blóðþrýstingurinn féll og
eins konar ljómi færðist yfír andlitið.
Þar sem mér fannst dularfullt hvernig bók George Orwell gat haft
svona góð áhrif á hana gat ég ekki lengur orða bundist og spurði
hvers vegna hún hefði valið sér nafnið á þessari bók.
,,Það kemur þeirri bók ekkert við,” svaraði hún. ,,1984 verða öll
lán á húsinu okkar borguð, fjórða og yngsta barnið mitt lýkur skóla-
námi og tengdamóðir mín ætlar að flytja til Flórída. ” __n ^
r Kemur út mánaðarlega. Útgefandi: Hilmir
W V hf., Síðumúla 12, Réykjavík, pósthólf 533,
II1*VS I sími 27022. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar,
W UM sími 66272. Afgreiðsla: Blaðadreifíng, Þver-
holti 11, sími 27022. — Verð árgangs 300,00 kr. 1/2 ár 150,00
kr. — I lausasölu 30,00 kr. heftið. Prentun: Hilmir hf.