Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Side 1
T
<e>3ö • (>
zt-eT
FÉLAGSTÍÐINDI
STÉTTARSAMBANDS BÆNDA
Jf„
Stéttarsamband bœnda er nú aö hefja
starfsemi sína. Stéttarmeðvitund, samhug-
ur og félagsþroski íslenzkra bœnda eru
hornsteinarnir, er þessi félagsskapur verð-
ur að hvíla á, ef hann á að orka því sem að
er stefnt að verða virkur baráttu-aðili fyrir
beinum hagsmunamálum bœnda. Stfórn
Stéttarsambandsins hóf starf sitt í haust.
Það, sem' gjört hefir verið, er fyrst og
fremst undirbúningur og skipulagning; án
þessa verður ekkert átak gert sem gagn
er að. Einn þáttur þessa undirbúnings er,
að kynna bœndum um land allt lög og
starfsemi Stéttarsambandsins, og annað
er lýtur beint eða óbeint að verkefnum
þess. Til þess að það geti orðið, þarf sam-
bandið að hafa greiðan aðgang að — eða
umráð yfir — blaði eða riti, sem kemur
til alls þorra bœnda. Hugsanlegt hefði ver-
ið að snúa sér með þetta til vikublaðanna,
sem mesta útbreiðslu hafa í sveitunum
og fá þetta efni birt þar, en þar sem Stétt-
arsambandið er ópólitískur félagsskapur
bœnda, hefir stjórnin afráðið að leita yfir-
ct r p
leitt ekki til flokksblaðanna með birtingu
á því, er hún þarf að kynna bœndum. í
þess stað hafði stórn Stéttarsambandsins
hugsað sér að leita til Freys með birtingu
þess er þurfa þœtti. Nú hefir svo atvikast,
að ritstjóri blaðsins hefir tafizt í útlönd-
um meira en áœtlað var og má því gjöra
ráð fyrir, að nóvemberhefti blaðsins verði
af þeim ástœtðum siðbúnara en ella. Stjórn
Stéttarsambands bænda hefir því afráðið
að senda bœndum að þessu sinni hefti það,
er hér kemur fyrir almenningssjónir. —
Vœntir stjórn Stéttarsambandsins, að því
verði vel tekið og að bœndur verði þess
minnugir, hvar sem þeir standa í fylkingu
stjórnmálanna, eða i öðrum deilumalum
líðandi stundar, að þeir eru bœndur og að
sameinaðir stöndum vér en sundraðir föll-
um vér.
Pt. Reykjavík, 22. okt. 1945.
Fyrir hönd stjórnar Stéttarsanibands bœnda
J ón Sigurðsson.
' :.Ai<0SB0f\ASAFN
l c í o lí S 0