Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Side 6

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Side 6
6 FÉLAGSTÍÐINDI landssalan gæfi bændum sexmanna- nefndar-verð hefði nýmjóikurlíter þurft að hækka um 12 aura og kjöt kg. um 90 aura frá núverandi smásöluverði. Þegar iitið er til þess peningaflóðs, sem nú er á aðal markaðsstöðum landbúnað- arins og að því er virðist fullkomins hirðu- leysis mikils þorra almennings um hvað hann greiðir fyrir útlendar vörur, þarfar og óþarfar, þá er ekki líklegt að 12 og 90 aura hækkun skipti svo miklu, að af því hefði leitt teljandi sölutregðu. Til þess að ganga úr skugga um þetta, sneri stjórnin sér til þeirra aðila, er hafa með höndum aðal verzlunina á þessum vörum, þ. e. forstjóra útflutningsdeildar S. í. S., forstjóra Sláturfélags Suðurlands og forstjóra Mjólkursamsölunnar og spurð- ist fyrir um álit þeirra á þessu atriði. Álit þeirra var samhljóða á þá leið, að það mundi hafa skipt litlu úr því sem kom- ið var fyrir söluna, þótt fullt sexmanna- nefndar-verð hefði veriö lagt á- vöruna, ef aðrar framkvæmdir hefðu verið í fullu lagi. Að fengnum þessum upplýsingum verður stjórnin að telja, að sú staðhæfing, að fullt sexmannanefndar-verð hefði stór- spillt fyrir sölunni, hafi við lítið eða ekk- ert að styðjast. Loks hefur því verið haldið fram, að ekki hafi mátt hækka afurðir bænda meir en gert var, vegna vísitölunnar. Þar til er því að svara, að hér er um alþjóðarmál að ræða og því fráleitt að taka bændastétt- ina eina út úr og kúga hana til að fórna alveg sérstaklega á altari vísitölunnar. Af framangreindum ástæðum er það sannfæring stjórnar Stéttarsambands bænda, að verðlagsnefnd hafi missýnst mjög í verðlagsákvörðunum sínum og að sexmannanefndar-verðið sé eini grund- völlurinn sem verðlagning landbúnaðar- afurða á innlendum markaði verði byggð á, ef ekki á að beita bændur vísvitandi ranglæti. Þá hafa framkvæmdir verðlagsmálanna verið með þeim hætti, að full ástæða er til að átelja þær. • Þegar verðlag á landbúnaðarvörum var tilkynnt almenningi í sept. s. 1., var nið- urgreiðsla ríkissjóðs felld niður og-ekkert látið uppi um það hvort ríkisstjórnin mundi greiða niður verð vörunnar, kaup- endur vissu því ekkert um hvert yrði hið endanlega verðlag og kusu þvi yfirleitt að fresta kjötkaupum. Þegar svo bráða- birgðalög voru loks útgefin í lok septem- bermán., vantar reglugerð, er sker úr um ýms vafaatriði, þar á meðal hverjir verði aðnjótandi þessa neytendastyrks úr ríkis- sjóði, er lögin gera ráð fyrir og um fram- kvæmd niðurgreiðslunnar. Þessi reglugerð er ókomin enn og er þó sláturtíð að verða lokið.*) Afleiðing þessa hefir orðið stöð- ug óánægja og óvissa meðal kaupendanna um hið endanlega verð. Ber þeim, sem kunnugastir eru þessum málum saman um að þetta sleifarlag hafi stórspillt fyrir kjötsölunni. Hér að framan hefir eingöngu verið rætt um verðlag á landbúnaðarvörum innanlands. Nú er vitanlegt að selja verður all • verulegan hluta kjötsins á erlendum markaði. Um verð á því er allt í óvissu, hámarksvonir eru 5.40 kg. frítt um borð, það er þó aðeins veik von og getur vel orðið lægra. Verðlagsnefnd hefir áætlað útflutninginn allt að 2000 tonnum og að áðurgreint verð fáist. Ef það reynist rétt, ættu bændur að fá, samkvæmt tillögu og útreikningi verð- lagsnefndar, kr. 5.98 fyrir kg. af dilkakjöti á yfirstandandi verðtímabili.. En því mið- *) Síðan þetta var ski'áð, hefir opinber tilkynn- ing um tilhögun niðurgreiðslunnar verið birt almenningi.

x

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Stéttarsambands bænda
https://timarit.is/publication/1916

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.