Félagstíðindi Stéttarsambands bænda

Ukioqatigiit

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Qupperneq 13

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Qupperneq 13
FÉLAGSTÍÐINDI 13 19. gr. Nú verður tilfinnanlegur mjólkurskortur hjá mjólkurbúum og mjólkursölumiðstöðv- um, án þess að stjórnir þeirra hafi ráðið þar bót á, og er framleiðsluráði þá heimilt, að fyrirskipa mjólkurbúum og sölumið- stöðvum að gera nauðsynlegar ráðstafanir, eftir því sem við verður komið, til að koma í veg fyrir endurtekið mjólkurleysi, m. a. með því, að búið greiði framleiðendum hærra verð fyrir mjólkina þann tíma árs, sem hörgull er á henni. Skal nánar kveðið á um það í reglugerð. 20. gr. Framleiðsluráð innheimtir verðmiðlun- argjaldið, er greiðist eftir á í lok hvers ársfjórðungs, nema öðruvísi semjist um greiðsluna. Gjaldið má innheimta með lög- taki hjá seljendum mjólkurinnar. 21. gr. Framleiðsluráði er heimilt að auka við- skiptasvæði mjólkurbúa í samráði við stjórnir hlutaðeigandi búa, svo sem vélar, húsrúm og aðrar ástæður búsins leyfa. Framleiðsluráð ákveður takmörk við- skiptasvæða nágrannamjólkurbúa í sam- ráði við forráðamenn hlutaðeigandi búa og mjólkurframleiðendur og með tilliti til samgangna og vinnslugetu búanna. 22. gr. Skylt er mjólkurbúi og samsölum að taka til sölu rjóma og nýtt skyr frá öðrum bú- um, þegar skortur er á þeirri vöru hjá bú- inu, enda fullnægi vörurnar settum regl- um um gæði. Sömuleiðis skal framleiðslu- ráð hlutast til um, að mj ólkursölustöðvar taki að sér sölu á vinnsluvörum búanna. Framleiðsluráð ákveður sölulaunin. 23. gr. Framleiðsluráð hefur á hendi verkefni mjólkursölunefndar, eins og þau eru ákveðin í lögum nr. 1 7. jan. 1935, að svo miklu leyti sem þau ákvæði geta átt við og lög þessi mæla ekki öðruvísi fyrir VI. KAFLI. Um iðnað úr landbúnaðarvörum. 24. gr. Framleiðsluráð safnar árlega skýrslum um öll iðnfyrirtæki hér á landi, er vinna úr íslenzkum landbúnaðarvörum, hvers konar vinns’a þeirra er og magn hrávöru og vinnsluvöru. Enn fremur ber ráðinu að afla sér upplýsinga um markaði og mark- aðshorfur innan lands og utan fyrir ís- lenzkar iðnaðarvörur, unnar úr fram- leiðsluvörum landbúnaðarins. 25. gr. Nú telur framleiðsluráð, að skortur sé á iðnaðarvörum þeim, er um ræðir í 24. gr., svo að til tjóns sé fyrir landbúnaðinn, og ber þá framleiðsluráði að stuðla að því, að ný iðnaðarfyrirtæki verði stofnuð eða önnur efld svo, að fullnægt verði varan- legri eftirspurn eftir þessum vörum. VII. KAFLI. Ýmis ákvæði. 26. gr. Landbúnaðarráðherra setur með reglu- gerð nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara eftir tillögum framleiðsluráðs og stjórnar Búnaðarfélags íslands. 27. gr. Með mál út af brotum á lögum þessum

x

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Stéttarsambands bænda
https://timarit.is/publication/1916

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.