Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Page 14

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Page 14
14 FÉLAGSTÍÐINDI og reglugerðum, sem settar verða skv. þeim, skal farið sem opinber lögreglumál. Varða brot sektum frá 300—10000 kr., nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. 28. gr. Með lögum þessum eru úr gildi numdar 1. og 2. gr. og 4,—12. gr. laga nr. 2 9. jan. 1935, um ráðstafanir til að greiða fyrir við- skiptum með sláturfjárafurðir og ákveða verðlag á þeim, enn fremur 8. gr laga nr. 1 7. jan. 1935, um meðferð og sölu mjólkur og rjóma o. fl., svo og öll önnur ákvæði, er koma í bága við þessi lög. 29. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Greinargerð. Frumvarp þetta er í öllum höfuðatriðum samhljóða frumvarpi um verðlagsráð land- búnaðarins, er afgreitt var frá síðasta Bún- aðarþingi. Hafa fiutningsmenn þessa frv. gert á frumv. Búnaðarþings þær breytingar einar, er þeir telja eðlilegar, eftir að Stétt- arsamband bænda hefur verið formlega stofnað, og eru þó flestar breytingarnar smávægilegar. Á Búnaðarþingi því, er háð var síðari hluta vetrar 1943, voru afurðasölumál og framleiðsluskipulag landbúnaðarins tekin til meðferðar. í lok þingsins var svo skip- uð milliþinganefnd til að fjalla um endur- skoðun á málum þessum fyrst og fremst ásamt ýmsum öðrum landbúnaðarmálum, er biðu úrlausnar. Milliþinganefndin skil- aði síðan áliti og tillögum í frumvarps- formi, er lagðar voru fyrir Aðalbúnaðarþing 1945. Búnaðarþing tók síðan málið til með- ferðar og gerði ýmsar breytingartillögur við frumv. milliþinganefndarinnar. Síðan var málið sent til búnaðarsambandanna, er tóku það til meðferðar á aðalfundum sín- um síðastliðið vor og skiluðu áliti og til- lögum, er lagðar voru fyrir Aukabúnaðar- þing það, er háð var í ágústmánuði síðast- liðnum. Aukabúnaðarþingið gekk síðan frá málinu til fullnaðar í samræmi við þær megintillögur, er borizt höfðu frá búnaðar- samböndunum og aliar voru í aðalatriðum í samræmi við það álit um málið, er ríkti á Búnaðarþingi. Hér skulu nú raktar nokkrar af þeim meginbreytingum frá hinu eldra skipulagi, er í frumvarpi þessu felast. 1. Með frumv. er lagt til, að bændastéttin fái sjálf óskorað vald yfir málum þessum, bæði um verðlagsákvörðun og sölumeðferð. Samkv. því skal stofna verðlagsráð land- búnaðarins, er skipað sé sameiginlega full- trúum frá Stéttarsambandi bænda og sölu- félögum bændastéttarinnar. Verðlagsráðið ákveður síðan verðlag landbúnaðarvara á innlendum markaði, ákveður og sér um verðmiðlun á vörum, aðra en þá, sem fram fer innan mjólkursölusvæða, og hefur íhlutun um vinnslu vörunnar og dreifingu á hina ýmsu markaði. 2. Frumvarpið breytir einnig til um yfir- stjórn þessara mála frá hinu eldra skipu- lagi, þannig að það fær einni nefnd (fram- leiðsluráði) í hendur vald yfir öllum fram- leiðsluvörum landbúnaðarins, í stað þess, að áður var þetta vald í höndum margra nefnda, en náði þó ekki til að skipuleggja Sölu og dreifingu nema nokkurs hluta framleiðslunnar. Þannig er allur sá hluti mj ólkurframleiðslunnar, sem ekki er stund- aður innan mjólkursölusvæðanna, svo og öll sala nauta- og hrossakjöts utan alls heildarsöluskipulags, og getur það hæglega valdið tjóni og glundroða í framleiðslu og verölagsmálum landbúnaöarins. Er það og auösætt, að eigi að hafa áhrif á það, í hvaða átt skuli beina landbúnaðarfram-

x

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagstíðindi Stéttarsambands bænda
https://timarit.is/publication/1916

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.