Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Side 16

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Side 16
16 FÉLAGSTÍÐINDI Félagsmál bænda erlendis Félagsmálasamtök bænda víðs vegar um heim skipast um tvær meginleiðir, annars vegar upplýsingastarfsemina og hins vegar hagfræðiatriðin. Þau félagsmál, sem snerta upplýsinga- starfsemi og leiðbeiningar, eiga oftast hægfara þróun, trausta og mistakalitla. Hin, sem snúast um lífsskilyrði og efna- hagsatriði, eru jafnan meira eða minna byltingum háð. Félagsmálastarfsemin á þessu sviði er aftur breytileg eftir því, hvort búskapur- inn er rekinn á smábýlum eða um stórbú er að ræða. Þar sem smábýlabúskapurinn er ráð- andi, er samtakamáttur bændanna sú stoð, er ber uppi viðskipti þau, sem smábúnaði er nauðsynlegur. Sú leið, sem valin hefir verið til eflingar samtakamætti smábænda í flestum lönd- um Evrópu, er Samvinnufélagsskapurinn. Þeir, sem hafa rannsakað afstöðu smá- býlabúskaparins samanborið við stórbýlin, telja tilveru hans mjög háða félagslegum þáttum þeim, sem spunnir verða í sam- vinnuhreyfingu vorra tíma. Öflun lífsnauðsynja, og þó miklu frem- ur sala framleiðslunnar, verður bezt skipu- lögð með félagssamtökum. Þau hafa sér- staklega mikla þýðingu, þegar um sölu þeirra vara er að ræða, er eigi þola skamm- vinna geymslu án þess að skemmast eða eyðileggjast, en því er þannig varið með helztu afurðir þær, er búfjárræktarbúskap- urinn framleiðir. Með samvinnu er smábændunum einnig gert kleift að framleiða hráefni til ýmis konar iðju. Bóndi með lítið bú og litla framleiðslu getur aldrei skapað sjálfstæð- an markað fyrir hana, en þegar margir framleiða sams konar vörur, og hagnýting þeirra og meðferð er eins hjá öllum, er mörgum í félagi kleift að skapa markað, með föstu verði fyrir ákveðinn gæðaflokk ákveðinnar vöru. Margra ára reynsla hefir sýnt það víða um lönd, að samvinnufélagsskapur bænd- anna hefir leyst ýmsa tekniska og fjár- hagslega hnúta, sem einstaklingunum var um megn að leysa. Því reynist það alls staðar svo, að samvinnufélagsskapurinn skapar öryggi í tilveru smábændanna. í mánaðarriti því, sem alþjóða land- búnaðarstofnunin gefur út, (International Rewiew of Agriculture), hefir dr. G. Costanzo safnað yfirliti um samvinnufé- lags-verksvið bænda í nokkrum löndum, og bendir hann meðal annars á, að þar sem smábýlabúnaðurinn er útbreiddastur, sé samvinnuhreyfingin sterkust. í eftirfarandi er þetta sýnt með tölum þannig: í Danmörku voru 7.296 samvinnu- fyrirtæki árið 1940, en í þeim voru 1.896. 357 meðlimir. Af þessum hóp samvinnu- fyrirtækja voru 1399 mjólkurbú, er tóku á móti 91% af allri mjólkurframleiðslu bænda. Þá voru 10 smjörútflutningsfélög, 61 sláturhús, 1 eggjaútflutningsmiðstöð með 800 félög að baki, 18 útflutningsfélög með stórgripaverzlun sem sérgrein, 2 sam- vinnufélug um sölu á alifuglum slátruðum, 1 samvinnufélag um sölu á fræi, og þar að auki koma þau félög er annast kaup og sölu á áburði, vélum, cementi, kolum o. s. frv. í stuttu máli sagt eru allar grein'ar, sem á einn eða annann hátt snerta hags- muni landbúnaðarins danska, tengdar samvinnufélagsskapnum. í Noregi er smábýlabúskapurinn einnig

x

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Stéttarsambands bænda
https://timarit.is/publication/1916

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.