Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Side 17

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Side 17
FÉLAGSTÍÐINDI 17 ríkjandi og samvinnhreyfingin mjög út- breidd. í árslok 1940 voru þar 3.714 sam- vinnufyrirtæki og meðlimatalan 466.367, eða sem næst sjötti hver maöur í landinu var í slíkum félagsskap. Af félögum þessum voru 1.908 innkaupsfélög bænda, 664 rækt- unarfélög, 464 mjólkurbú, 12 sláturhús, 441 eggjasölufélög og þar að auki komu ýms önnur fyrirtæki, svo sem kartöflu- mjölsverksmiðjur, samvinnufyrirtæki um verksmiðjuiðnað fiskúrgangs og annað. í Sviss voru 11.570 samvinnufélög við árslok 1941. Að sjálfsögðu náðu þau til fjölda margra greina, og var þeim skipað í 28 ólíka flokka, en af þeim eru talin starf- andi á vegum landbúnaðarins: 254 inn- kaupsfélög bænda, 696 félög um innkaup á ýmsu til jarðyrkju, 1520 búfjárræktar- félög, 376 sameignarfélög um landbúnað- arvélar og verkfæri, 83 beitiræktarfélög, 63 tryggingarfélög fyrir búfé og 710 lán- veitingaslofnanir landbúnaðarins. Af öðrum löndum er ástæða til þess að minnast á Rúmeníu, því að þar er sam- vinnufélagsskapurinn útbreiddur mjög og grípur inn í fjöldamörg hagsmunafyrir- tæki og fjárhagslega afkomu bændanna. Þar hafa samvinnufélögin unnið að skipt- ingu lands, útvegað lán með betri skilyrð- um en annars urðu fengin, unnið að frum- atriðum jarðyrkju, stutt sameign verkfæra og véla, gengizt fyrir samvinnu í daglegum störfum búnaðar og loks selt framleiðslu bændanna í kaupfélögum. Samvinnuhreyfing bændanna í öðrum löndum, þar sem smábýlabúskapur er rek- inn, er stofnuð og starfrækt á svipuðum grundvelli og nær til hinna sömu greina og frá er greint í ofantöldum löndum. Þess er vert að geta, að yfirleitt hefir þessi félagsskapur bændanna verið viður- kenndur af landsstjórnum þeirra landa, sem um er að ræða, enda hefir árangurinn Vinnulaun við landbúnaðar- störf Stærsti liðurinn á framleiðslukostnaðar- reikningi landbúnaðarvaranna er vinnu- launin. Þess vegna hefir það mjög mikla þýðingu, að hagnýting vinnunnar í þágu framleiðslunnar, eða annarra heimilis- starfa sé svo fullkomin sem kostur er á Af sömu ástæðum er það og óhjákvæmi- legt, að þegar vinnulaunin eru miklum breytingum háð hlýtur verð framleiðsl- unnar að hreyfast að sama skapi. Eins og sakir standa nú, þegar vinnulaunin eru svo há sem raun er á, er eðlilegt að land- búnaðarvörurnar komist í hátt verð. Upplýsingar um verð á landbúnaðar- vinnu hér á landi eru því miður tilfinnan- lega takmarkaðar. Stafar þetta af ýmsum ástæðum og þá ekki sízt af því, að þegar flestir eru orðnir einyrkjar eins og nú er algengast, fer minnkandi hópur þess fólks, karla og kvenna, sem ræður sig til land- búnaðarstarfa fyrir ákveðið kaup á viku eða mánuði. Samkvæmt ráðstöfunum þeim, er gerðar voru 1943 um útreikninga vísitölu landbún- aðarins, var þá svo til ætlast, að aflað yrði hinna ábyggilegustu upplýsinga, sem fengnar yrðu um kaupgjald, og hefir töl- um um þetta efni verið safnað á hverju af slíkri félagsstarfsemi verið ótvíræður. Máttur samtakanna á samvinnugrund- velli hefir hvergi verið notaður til kúgunar eða ofbeldis, en eigi að síður hefir þróun hans valdið verulegum breytingum á lífs- háttum og menningu þjóðanna og alltaf á þann veg að breyta frumstæðum aðferð- um og fátækt í nútíma horf og bætt lífs- skilyrði.

x

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Stéttarsambands bænda
https://timarit.is/publication/1916

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.