Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Side 24

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Side 24
24 FÉLAGSTÍÐINDI löndum þar skýrslur yfir starfsemi sam- vinnufélagsskaparins á stríðsárunum. — Ákvarðanir viðvíkjandi framtíöarmálefn- um voru ekki gerðar, en á fundum þeim, er haldnir verða innan miðstjórnar sam- bandsins snemma á árinu 1946 munu fram- tíðarverkefnin tekin til meðferðar. Á dagskrá þessara funda var þó til með- ferðar spursmálið, á hvern hátt hagkvæm- ast muni að skipuleggja samvinnu milli aðalinnkaupastofnana samvinnufélags- skaparins í hinum einstöku löndum á líkan hátt og samstarfið hefir verið mótað í International Cooperative Wholesale Soci- ety. Bœndasamband Norðurlanda. Nordens Bondeorganisation er nafnið á féiagsskap, sem starfað hefir undanfarin ár á Norðurlöndum. Félagsskapur þessi hefir miðstjórn, sem skipuð var 1934 og starfaði reglulega þangað til striðið skall á og hefti ferðir milli landanna. Á stríðs- árunum gekkst félag þetta fyrir umfangs- mikilli hjálparstarfsemi innan bændastétt- arinnar til áðstoðar stéttarbræðrum og öðrum í þeim löndum, er harðast urðu úti af völdum stríðsins. Nordens Bondeorgenisation hefir um miðjan septemb. síðastliðinn haldið fyrstu fundi sína að stríði loknu og við það tæki- færi mótað stefnur þær, sem valdar verða í félagsmálum og bændasamtökum Norður- landa á komandi árum. Aðilar hinna ein- stöku lahda í þessum félagsskap eru bún- aðarfélög og samvinnufélög. Markaðsskilyrði Dana í Englandi. Á aðalfundi Sambands mjólkurbúanna dönsku þann 4. sept., var meðal annars minnst á framtíðarhorfur og markaðsskil- yrði mjólkurafurða. Var það þá tilkynnt, að eftir að gengi var skráð í sumar hófust verzlunarsamningar við England fyrir al- vöru, en áður höfðu sendinefndir verið í förum til þess að athuga markaðshorf- urnar. Þeir samningar, sem nú hafa veriö gerðir til bráðabirgða, eru þannig, að frá 5. maí til 1. nóvember í ár fá danskir bændur 10% lægra verð fyrir vörur sínar en verið hafði til 5. maí, og á árinu 1946 á verðið að lækka svo mikið, að það verði eins og á sams kon- ar vörum frá nýlendum Breta. Samkvæmt þessu er smjörverðið ákveðið þannig: Frá 5. maí til 1. sept. 266 sh., samsvar- andi 505 d. kr. Frá 1. sept. til 1. jan. 1646 220 sh., sam- svarandi 418 d. kr. Frá 1. jan. til 1. maí 1946 210 sh., sam- svarandi 399 d. kr. Eftir 1. maí 1946 175 sh., samsvarandi 333 d. kr. — Allt miðað Við 100 kg. Undir venjulegum markaðsskilyrðum fyrir danskt smjör, hefur það ætíð verið eftirsótt og borgað betur en smjör frá Ástralíu. Ætla má, að svo muni einnig verða að þessu sinni, þegar á reynir, og að gengið verði frá hinum endanlegu samn- ingum á þeim grundvelli. En í meginatriðum eru þó horfurnar þær, að annaðhvort mun danska ríkið verða að greiða bændunum útflutnings-uppbætur eða lækka verður gengi dönsku krónunnar — ef til vill hvoru tveggja — ef smjörfram- leiðsla danska landbúnaðarins á að verða arðbær. Að sjálfsögðu getur kauplækkun þó einnig haft áhrif á framleiðslukostnað- inn, en um verulega kauplækkun mun tæp- lega að ræða svo skyndilega, að hún hafi áhrif á framleiðslukostnaðinn í nánustu framtíð. Reykjavík — Nóvember 1945 Útgefandi: Stéttarsamband bœnda Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Kristjánsson. Prentsmiðjan Edda h.f.

x

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Stéttarsambands bænda
https://timarit.is/publication/1916

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.