Úrval - 01.04.1983, Blaðsíða 6
4
ÚRVAL
i' ■ jlHMÍlpfolÉk, W JK • ,", ' ■ li-1 WKÁCf ... •; % ú- . <*-. Mk. • ,v | l • ■ 1 i íEEPa V l J V l jp j l w\ ' ‘ - íjtmr íjli ■' 'W -ú i • J
undrin sem henni tengjast.
Saga myndarinnar er einföld og
falleg. Það var í dögun hinn 9.
desember 1531 að 57 ára indíáni,
bóndinn Juan Diego, var á leið til
morgunmessu í þorpinu Tlatelolco
fyrir norðan Mexíkó City. Þá voru
liðin tíu ár síðan Hernando Cortés
vann Mexíkó. Juan Diego og frændi
hans, Juan Bernadino, höfðu tekið
nýju trúna. Þegar Juan Diego var að
fara fyrir Tepeyac Hill heyrði hann
rödd sem kallaði: ,Juanito! Juan
Dieguito!”
Uppi á hæðinni stóð ung stúlka í
skínandi skikkju. Hún sagðist vera
María mey, þangað komin til að veita
vernd ,,öllum þeim sem búa í þessu
landi og öllum þeim sem elska mig”.
Hún vildi senda hann til að reka er-
indi hennar: að segja biskupnum að
hún vildi að byggð yrði kapella á
sléttunni við fjallsræturnar þar sem
hún gæti ,,heyrt grát fólksins og linað
sorgir þess, kvöl og vanlíðan”.
Fray Juan de Zumárraga, biskup-
inn, var skiljanlega ekki ginnkeyptur
fyrir þessu. Þegar Juan Diego var á
heimleið aftur, vonsvikinn yfir mála-
lokum, beið mærin aftur eftir
honum. Hann sagði henni frá mála-
lokum og að hún yrði að senda valda-
meiri mann en sig til að reka erindi
sitt. Hún neitaði því og bað Juan
Diego að fara aftur daginn eftir. í það
sinn stakk biskupinn upp á því við
Juan Diego að hann kæmi með
ótvíræða sönnun fyrir því að María
mey væri þar. Juan Diego fór og sagði
sýninni, sem hann kallaði svo hlýlega
„barnið mitt”, frá þessu og hún
lofaði að hann skyldi fá sönnun frá
henni morguninn eftir.
Þegar Juan Diego kom heim var
frændi hans fárveikur. Allan næsta
dag hjúkraði hann gamla manninum.
Að morgni hins 12. desember lagði
hann af stað til að ná í prest sem gæti
veitt frænda hans, sem hrakaði ört,
hinstu smurningu. Hann langaði
ekki til að verða fyrir truflun við
Tepeyac svo að hann reyndi að
komast hinum megin við hæðina til
að losna við ,,barnið”. En hún var
þar þá á stígnum fyrir framan hann.