Úrval - 01.04.1983, Qupperneq 8
6
ÚRVAL
fengið að skoða myndina nákvæm-
lega dást að góðu ásigkomulagi dúks-
ins og hve litirnir séu hreinir.
Sett í rannsókn
Árið 1936 tók þýski efna-
fræðingurinn Richart Kuhn, sem
hlaut nóbelsverðlaunin í efnafræði
tveim árum síðar, tvo þræði úr mynd-
inni, annan rauðan og hinn gulan, til
að gera á þeim athuganir. Hann
komst að óvæntri niðurstöðu. Það var
enginn vottur jurta-, dýra- eða
steinefnalitunar í þráðunum.
Urskurðurinn var að efnin sem notuð
voru til að „framkalla” myndina
væru vísindunum óþekkt.
Árið 1979 rannsakaði Philip
Callahan, lífefnafræðingur og skor-
dýrafræðingur, starfsmaður banda-
ríska landbúnaðarráðuneytisins og
prófessor við Flórídaháskóla,
myndina með því að ljósmynda hana
með infrarauðu ljósi. Hann komst að
furðulegri niðurstöðu: hlutar
myndarinnar — stjörnurnar og brúnir
skikkjunnar sem mærin hefur yfir sér,
tunglið og englarnir við fæturna og
gullnu sólargeislarnir — eru greini-
lega gerðir af mannahöndum með
þekkjanlegum efnum sem eyðast með
tímanum; en aðrir hlutar myndar-
innar — blámi skikkjunnar, bleikur
litur kjólsins, húðlitir andlits og
handa — eru gerðir úr óþekktum efn-
um af reglulegum listamannshönd-
um og hafa alls ekki látið á sjá í tím-
ans rás. Callahan prófessor kallar
þetta ,,ekta” mynd. Á henni sjást
engin merki um útreikninga, gljá-
kvoðumeðferð, pensilför, teikningu
eða önnur atriði sem sjá má á
málverkum, þetta er „óútskýr-
anlegt”.
Aðrir hafa beint rannsóknum
sínum að augum meyjarinnar með
undraverðum niðurstöðum. Árið
1951 uppgötvaði mexíkanskur ljós-
myndari, Carlos Salinas, mynd af
mannveru, sem sögð er verajuan Di-
ego, í augum meyjarinnar. Snemma
árs 1960 upplýsti Charles Wahlig
sjónglerjafræðingur frá New York að
hann hefði ekki aðeins fundið eina
mynd heldur þrjár í augum hennar
þegar myndir af augunum voru
stækkaðar. Ein þeirra var furðulega
lík myndum af Juan Diego eins og
hann var málaður fyrr á öldum.
Ennþá skemmra er síðan José Aste
Tonsmann, tölvufræðingur frá Perú
sem býr í Mexíkó City, beitti
tölvutækni við rannsóknir á augun-
um. Það sem kom út úr mánaðar-
vinnu voru ekki þrjár myndir heldur
tólf. Aste segir að þrjár þeirra geti
verið afjuan Diego, Zumárraga bisk-
upi og túlki, Juan González. Hann
trúði ekki sínum eigin augum er
hann sá mynd af svertingjakonu því
að hann hélt að á þessum tíma hefðu
engir svertingjar verið í Mexíkó. En I
erfðaskrá sinni gaf Zumárraga tveim
svertingjum frelsi.
Undirbúningur að nánari og tíma-
frekum rannsóknum á myndinni er I
gangi. Viðskiptajöfur í Connecticut