Úrval - 01.04.1983, Side 9
,,DULARFULLA ’ ’MYNDINÁ SKIKKJUNNI
hefur ásamt konu sinni stofnað sjóð
til að standa undir samskonar rann-
sókn á meyjarmyndinni og gerð var á
líkklæðinu fráTorino.
Núna er myndin geymd í nýtísku-
legri byggingu sem opnuð var 1976.
Þegar Jóhannes Páll páfi II heimsótti
Mexíkó árið 1979 kom hann þangað.
Það er enginn vafi að lotning páfans
fyrir myndinni mun fjölga stórlega
eftirlíkingum af „undrinu” í Mexíkó
víða um heim. Kapellur til dýrðar
meynni hafa verið reistar á mörgum
stöðum í Rómönsku Ameríku,
Bandaríkjunum og Kanada, einnig á
Spáni, Ítalíu, í Svíþjóð, Frakklandi,
Eþíópíu og meira að segjaíjapan.
Monsignor Guillermo Schulenburg',
ábóti kirkju heilagrar Maríu af
Guadalupe, segir: „Boðskapur
meyjarinnar er einfaldleiki, kærleikur
og hjálp öllum mönnum til handa, af
hvaða kynstofni sem er — en sérstak-
lega þeim sem mest þurfa þess með,
hinum fátæku. Eg held að nútíma
tjáskipti gefi okkur að minnsta kostr
tækifæri til þess að boðskapurinn sem
okkur var gefinn fyrir rúmum 450
árum megi heyrast um víða veröld.
Bræður mínir eru oft leiðsögumenn skotveiðimanna. Eitt sinn er
þeir voru með hópi manna á andaveiðum var einn mannanna að elt-
ast við fugl þegar stór og feit önd flaug út úr skógarþykkninu og
hringsólaði í dauðafæri fyrir ofan höfuð hans. í ofboði skaut hann
þrem skotum í bunu á öndina án þess að hæfa svo mikið sem fjöður.
Nú vissi hann að hann átti strlðni félaganna vísa og að nú voru góð
ráð dýr. Hann skók hnefann reiðilega í átt að ört minnkandi skugga-
mynd andarinnar á himninum og hrópaði: „Vogaðu þér ekki að láta
sjá þig aftur. ”
H.M.E.